Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 93
Skírnir
Um hina ermsku biskupa
89
Og enn fremur bendir hún á, að þeir kynnu að vera frá Erm-
landi við Eystrasalt. En þar sem hún gerir ráð fyrir, að fyrir-
myndin hafi borizt skjótt til íslands frá Suður-Italíu, gerir
hún ráð fyrir, að biskuparnir þrír hafi í raun verið basilíus-
munkar og því grísk-orþódoxir, en frá Suður-Italíu. Þar voru
hasilíusmunkar í nánum tengslum við benediktsklaustrið
fræga á Monte Cassino. Telur hún, að myndin á fjölunum
frá Bjarnastaðahlíð sé skyldust mynd í kirkjunni S. Angelo
in Formis hjá Capúa á Suður-ítaliu, en kirkja sú var reist
að tilhlutan Desíderíusar ábóta í Monte Cassino. Hann fékk
býzanzka listamenn til starfa við skreytingar í því klaustri,
en áhrifa þaðan verður vart í ofannefndri kirkju. Basilíus-
munkarnir þrír hafi svo farið alla leið til íslands, að nokkru
vegna trúboðsáhuga, að nokkru knúðir af þeirri upplausn og
óánægju, sem varð í basilíusklaustrunum á Suður-Italíu á
seinni hluta 11. aldar.
Lýsingarorðið ermskur telur höf. ef til vill dregið af nafn-
orðinu ermit. samanber lýsingarorðið hermskur í Konungs-
bókartexta Grágásar og nafnorðið hermit: eremitus, einsetu-
maður. Hins vegar er lýsingarorðið girzkur talið sama og
grískur. Á þann hátt fæst sambandið við Suður-Italíu, basil-
íusmunkana og benediktsklaustrið á Monte Cassino.
Tilgáta þessi er að mörgu ágæt. Hins vegar er sá hængur
á, að eigi verður vart við basilíusmunka í Norður-Evrópu,
svo kunnugt sé. Enn fremur er rannsóknin á fyrirmyndum
að myndinni á Bjamastaðahlíðarfjölunum af auðskildum,
óhjákvæmilegum orsökum einskorðuð við Vestur-Evrópu.
Engan veginn er þó ofangreint álit til þess að rýra gildi
svo gagnmerkrar doktorsritgerðar sem Byzönzk dómsdags-
mynd í Flatatungu er.
Nú skal nánar athugað um sögu Ermlands, Póllands og
Garðaríkis á dögum Jarizleifs. Á árabilinu 1038 til 1047 fór
hann í herferðir gegn Jatvögum, Lítáum og Mazóvíum eftir
þvi, sem árbækur Nestors skýra frá. En um 1031 braut hann
Ljakana undir sig. Og tekið skal fram, að rómversk-kaþólskri
kristni var komið á í Mazóviu í stað grísk-orþódoxrar, saman-