Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 167
Skímir Eignir einokunarverzlunar konungs á Islandi 161
markað, og virtist það heppilegasta lausnin að semja við ann-
an Eyjafjarðarkaupmanninn að koma þar við um haustið og
taka þessar vörur með til Kaupmannahafnar.
Vorið 1789 hafði sölunefndin fengið kaupendur að mestu
af eignunum á þessum höfnum, sem eftir voru, og telur hún
í greinargerð til konungs 14. marz, að nú sé í rauninni búið
að ráðstafa öllum höfnum, nema Bíldudal, en kveðst vongóð
um, að einhver af fyrrverandi þjónum konungsverzlunarinnar
taki við þeim stað. Af öðrum eignum, sem enn voru óseldar,
ræðir nefndin nokkuð um ullarverksmiðjuna í Reykjavík og
brennisteinsverkið svonefnda, sem starfrækt hafði verið í sam-
bandi við verzlunina á Húsavik, en telur vonir standa til, að
takast muni að selja þessar eignir, er hið nýja verzlunarfyrir-
komulag hafi náð að þróast betur.
1 þessari sömu greinargerð telur sölunefndin verzlunina á
síðastliðnu ári, þ. e. fyrsta ári fríverzlunarinnar, hafa verið
mjög hagstæða, bæði fyrir kaupmenn og íslendinga, og báðir
aðilar séu ánægðir. Alls hafi siglt til landsins 55 skip, eða 15
fleiri en venja var, að send væru þangað árlega á dögum kon-
ungsverzlunarinnar, og íslenzkar útflutningsvörur hafi selzt
á mjög góðu verði, bæði í ríkjum konungs og erlendis, enda
séu þetta mikilvægar nauðsynjavörur. Allt bendi og til þess,
að framleiðslan á Islandi muni fara vaxandi næstu árin, og
sé það mikilvægt, að þátttaka Kaupmannahafnarbúa í verzl-
uninni við Island aukist fremur, þótt hún sé þegar mikil, þar
eð tekjur konungs af atvinnuvegum höfuðborgarinnar séu
miklar. Mikilvæga tryggingu fyrir ítök Kaupmannahafnar í
þessari verzlun kveður nefndin þá ráðstöfun sína að láta fyrr-
verandi þjóna einokunarverzlunarinnar taka við eignunum
á íslenzku höfnunum. Þeir hafi nefnilega ekki verzlunarsam-
bönd annars staðar en í Kaupmannahöfn og láti því skip sín
ganga þaðan til íslands og svo aftur til Kaupmannahafnar.
Hafi því fé, er fór þeim til styrktar, þannig verið vel varið,
auk þess sem konungssjóður sé nú laus við tap það, sem hið
fyrrverandi verzlunarfyrirkomulag hafði í för með sér.
Þótt sölunefndin teldi það mikilvægt, að ítök Kaupmanna-
hafnar í islenzku verzluninni væru sterk, var henni samt, svo
11