Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 171
Skímir Votn renna upp í móti 165
Pans á næturþeli, en Pan var skógargoð og paník því skógar-
villa.
Ekki veit eg, hvort samband villu og vatna, er renna upp
á móti, er kunnugt um allt land, en þó segist kona mín kann-
ast við það, en hún er alin upp í Reykjavík, og fleiri reyk-
vískar konur hafa kannazt við það, en ekki allar. En það var
alkunnugt í Breiðdal austur, þar sem eg ólst upp, og sett í
samband við villu rammvilltra manna eða paník, eins og
Benedikt gerir. En bæði eg og aðrir Breiðdælingar gátu tap-
að áttunum án þess að verða rammvilltir, og gat okkur þá
líka fundizt áin í dalnum renna upp í móti, og það jafnvel
í birtu og heiðskíru veðri. Hvernig mátti slíkt vera?
Maðurinn er mælikvarði alls. Eg var fæddur og uppalinn
á bæ austan (norðan) við Breiðdalsá. Ef eg stóð þar á tún-
inu og horfði niður að ánni, sem rann út eftir dalnum, þá
var stefnan út dalinn á vinstri hönd mína, en stefnan inn
dalinn á hægri hönd. En ef eg nú fór suður yfir á til að taka
upp mó, sem var rétt sunnan árinnar, og stóð svo, að eg leit
niður að ánni eða yfir hana heim að bænum, þá hafði eg
sjálfur snúizt við og þar með áttimar, því nú var út dalinn
á hægri hönd, en inn dalinn á vinstri. Þannig þurfti maður
ekki annað en fara suður fyrir ána til þess að verða ramm-
áttavilltur, finnast það út, sem var inn, og inn, sem var út,
af þvi að inn og út var nú ekki lengur á sömu hönd manni.
Og færi maður á bæi, þá var maður ekki áttavilltur á bæj-
um austan ár, en á suður-bæjum í sveitinni átti maður það
á hættu að vera áttavilltur, finnast það út, sem inn var, og
öfugt. Og þetta gerðist, sem sagt, í heiðskíru veðri, enda fylgdi
enginn ótti þessari áttavillu, og satt að segja man eg nú ekki,
hvort mér sýndist áin renna inn eftir dalnum, þó að eg kæmi
suður fyrir hana.
En það var önnur á, sem mér oft sýndist renna inn eftir
dal eða upp á móti, en það var Múlaáin i Suðurdal í Skriðdal.
Afstaða Breiðdals og Skriðdals er þannig, að Skriðdalur
liggur mjög þvert fyrir enda Breiðdals, en þeir, sem fara milli
dalanna, fara fyrst inn með Breiðdalsá að austan (norðan),