Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 148
142
Þóroddur Guðmundsson
Skimir
hæfileika. Það sýnir kvæðið Tam O’Shanter og fleiri ritverk
hans, ekki sízt hin ágætu sendibréf. Þessu markmiði náði
Burns aldrei sökum skammlífis og erfiðra lífskjara sem bóndi
og tollþjónn. En þau erfiðu lífskjör veittu honum þó tæki-
færi til að skapa og láta eftir sig þann andans arf, sem reynzt
hefur svo kjammikill, þjóðlegur og meiri lífsanda gæddur
en honum ef til vill gat auðnazt að öðrum kosti. Þrátt fyrir
það, sem nefna mætti hversdagsleik eða óbrotna rúmhelgi
ljóða hans oft og tíðum, búa þau í heild yfir þeim einstöku,
en um leið ahnennu dásemdum skáldsnilldarinnar, sem að-
eins háleitustu listaverk eru gædd.
Þó að mörg af ljóðum Burns séu torskilin fólki með venju-
lega enskukunnáttu, urðu þau snemma mjög vinsæl, einnig
utan BretLands og brezka heimsveldisins. 1 bókmenntaakri
fslendinga erlendis og heima felldu þau fáar, en traustar ræt-
ur. Fyrir miðja síðustu öld tóku að birtast þýðingar ljóða
hans á íslenzku. Elztu Bums-þýðingar, sem ég hef lesið, eru
eftir Gísla Brynjólfsson: Flý ég nú þangáS, sem grasiS grær og
Bannock-burn, sem birtist í NorSanfara 1849. Hinar góðkunnu
þýðingar Steingríms og Matthíasar á kvæðum Bums, er birt-
ust í Svanhvít, komu ekki fyrr en aldarfjórðungi seinna eða
vel það. f ljóðmælum Matthíasar em tvær þýðingar á kvæð-
um eftir Burns: HeiSarósin og AlþýSulag, og í ljóðaþýðingum
Steingríms sex kvæði, frumkveðin af Burns: Ó, vœrirSu, ást
mín, hrísla á hól, Ö, stœSir þú á heiSi í hríS, ViSkvœmni,
Hví skal ei bera höfuS hátt, Kossinn og Hver á mína hurS
þar ber? Hefur síðast nefnt kvæði einnig verið þýtt af öðra
skáldi. Ég tel mig hafa ömgga heimild fyrir, að það hafi gert
Kristján Þorgeir Jakobsson lögfræðingur. Sú þýðing er með
ágætum og hefur viðlagið: „Ætli ekki það, kvað Púlli.“ Birt-
ist hún í gamanleiknum Haustrigningum, sem út kom 1925
og var sýndur á leiksviði um svipað leyti. Nú skal nefna Grím
Thomsen. Mér er að vísu ókunnugt um, að hann hafi þýtt
nokkuð eftir Burns, beinlínis. En eitt af kvæðum hans, Tam
O’Shanter, varð til þess, að Grímur orti Jólanóttina á Hafn-
arskeiSi. 1 6. bindi af Andvökum er lausleg þýðing, er Ste-
phan G. Stephansson nefnir Bobby Burns. Eigi hef ég fundið