Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 144
138
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
ei bera höfuS hátt. Lýsa bæði vel hetjumóði skáldsins, frels-
isást og bræðralagshugsjónum.
Samúð Burns með byltingamönnunum frönsku og stuðn-
ingur við þá í orði og verki höfðu miður heppileg áhrif á vin-
sældir hans á hærri stöðum og víðar, jafnvel á hag hans sjálfs.
Það kom í veg fyrir, að hann fengi betur launað embætti.
Kaupið var að vísu hækkað upp í 70 sterlingspund, þegar
Bums fluttist til Dumfries og í 90 sterlingspund um það bil
ári seinna, þegar hann var skipaður bæjartollvörður. En
hærra komst hann ekki í launa- og metorðastigann á ver-
aldarvisu.
Til ársloka 1794 annaðist Bums tollgæzluna. En þá var
heilsan að þrotum komin. Sumir telja, að það hafi stafað af
afskiptum hans af stjórnarbyltingunni og biturri reynslu í
sambandi við þau afskipti, en aðrir, að ástvinarmissir hafi
valdið. Má vera, að hvort tveggja hafi lagzt á eitt. Haustið
1795 missti Burns einkadóttur sína, sem hann unni mjög.
Þegar leið að árslokum 1796 varð hann alvarlega veikur.
Honum var ljóst, að dagar hans væru brátt taldir. Um tíma
dvaldist hann að Brow við Solwayfjörð sér til hressingar, en
fékk engan bata. Sjöunda júlí 1796 ritaði hann vini sínum:
„Ég er hræddur um, að þið heyrið aldrei framar rödd skálds-
ins keltneska.11 Um svipað leyti ávarpaði hann konu sina í
bréfi á þessa leið: „Ástin mín.“ Og Gilbert bróðir hans fékk
frá honum þessar fréttir eins og þjáningarandvarp: ,,Ég er
hættulega veikur og engar líkur til, að mér batni. Guð hjálpi
konu minni og bömum.“
Síðan fór hann heim til Dmnfries til þess að deyja Um-
hyggjusamlega var honum hjúkrað af konu, sem skáldið laun-
aði líknsemina með fögm ljóði. En bið hans eftir lausn varð
ekki löng úr því. Þann 21. júlí 1796 andaðist Robert Bums
á 38. aldursári. Carlyle frænda hans fómst orð á þessa leið:
„Þannig hvarf hann, eigi með hægð, heldur af skyndingu, til
þess hljóðláta lands, þar sem hvorki haglél né eldskúrir dynja,
og þeir, sem erfiðað hafa og mestum þunga vom hlaðnir, öðl-
ast þráða hvíld.“
Fjómm dögum síðar var Bums jarðsunginn í kirkjugarði