Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 232
226
Ritfregnir
Skímir
ast sem næst sjálfum texta Björns á Skarðsá og draga fram efnivið hand-
ritanna og meta hann rétt, til þess að svo megi verða.
Otgáfu textans er þannig hagað, að hann er prentaður stafrétt eftir
aðalhandritinu, en allra leiðréttinga, sem þar eru gerðar, er getið í tölu-
merktum neðanmálsgreinum ofan við orðamuninn. Orðamunur er í tvennu
lagi. 1 efri deildinni er orðamunur úr Skarðsárbókarhandritum, svo og úr
Þórðarbók, þar sem leshættir hennar koma heim við eitthvert Skarðsár-
bókarhandrit eða geta ekki verið runnir frá Melabók eða innskotum úr
öðrum ritum. 1 neðri deildinni á hverri síðu em tilfærðir allir leshættir
úr Þórðarbók, sem ekki eiga sér samstæður í Skarðsárbókarhandritum eða
af öðmm ástæðum verða taldir til þeirra. Þarna er að finna alla þá les-
hætti í Þórðarbók, sem frá Melabók geta verið mnnir. Leshættir neðan-
máls eru auðvitað prentaðir stafrétt eftir handritum. Otgáfa textans, með
þeim hætti, sem er, er framúrskarandi nákvæmnisverk og til fyrirmyndar
að öllum frágangi, einnig frá sjónarmiði prentverks.
1 inngangi gerir útgefandi rækilega grein fyrir Skarðsárbók, upphafi
hennar, handritum og skyldleika þeirra, fmmútgáfu Landnámabókar og
útgáfum síðari tíma, svo og tilhögun þessarar útgáfu. Innganginum, sem
er 48 bls. að lengd, fylgir góður útdráttur á ensku. Að bókarlokum er
nafnaskrá, þar sem nöfn em ekki aðeins tekin úr texta, heldur einnig úr
orðamuninum neðanmáls og úr spássiugreinum.
Með útgáfu Skarðsárbókar hefir verið unnið nauðsynjaverk, sem var
aðkallandi. Hefir öllum gerðum Landnámabókar, sem hafa eitthvert sjálf-
stætt gildi, nú verið fullur sómi sýndur. Með þessu verki hefir útgefand-
inn, dr. Jakob Benediktsson, reist sjálfum sér óbrotgjarnan minnisvarða,
er bera mun vitni staðgóðri þekkingu hans og kunnáttu í vinnubrögðum
sarnfara vísindalegri nákvæmni. Háskóli Islands á heiður skilið fyrir frum-
kvæði sití. GuSni Jónsscm.
Bjami Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn Erlingsson. Reykjavík
Mál og menning. MCMLVIII.
Á síðasta áratug aldarinnar, sem leið, urðu kvæði Þorsteins Erlings-
sonar alþjóð kunn. Þau bámst sem ferskur blær sunnan yfir hafið og
hrifu hugi manna með látlausri formfegurð sinni og ljúfþýðum blæ.
Margir urðu þó til að hneykslast á hinum bitru ádeilukvæðum hans á
kirkju og valdhafa, og enn eru til þeir menn, sem líta kvæði þessi óhým
auga.
Om Þorstein Erlingsson og ljóð hans hefur sitt af hverju verið ritað.
Þó hefur almenningi lengstum verið margt á huldu um ævi hans og störf.
Skáldið hefur með nokkrum hætti staðið í skugga kvæða sinna. Nú hefur
Bjami Benediktsson frá Hofteigi loks svipt hulunni frá með bók sinni
um Þorstein. Þetta er að vísu ekki samfelld ævisaga skáldsins, heldur
þættir og drög, eins og Bjarni orðar það sjálfur. Bókin er að miklu leyti
byggð á frumrannsóknum á heimildum, sem legið hafa óáreittar í söfn-