Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 198
192
Ritfregnir
Skírnir
á síðara hluta 19. aldar, en auk þess allmikið úr handritum, og má nú
öðlast meiri vitneskju um sögu orða í málinu en fyrr var unnt.
Höf. tekur til skýringar allmikið af einstökum orðum; ég nefni sem
dæmi: afmæli, kónguló (þar sem rakin eru hin einkennilegu afbrigði
þess orðs), þömb og þambarskelfir, drápa, domingar, grassúr, menningja-
veður, hrakballa, þverballa, agði, heilkista og hálfkista. Á einum stað
dregur hann saman hákarlsheiti, og er það furðu mikil þula — kært bam
á mörg nöfn —; sýnir þetta, hve enn er hægt að tína saman alþýðuorð
jafnvel úr atvinnugreinum, sem nú eru breyttar eða úr gildi gengnar.
1 annarri grein em rakin pylsuheiti. 1 enn einni grein em ávaxtaheiti tek-
in til meðferðar, og af því að ekki vaxa ávextir á íslandi að nokkru ráði,
verður úr saga tökuorða, sem miklum breytingum hafa tekið, eftir því
hvert þau em helzt sótt á þeim og þeim tíma. Er það i rauninni mjög
athyglisverð saga, sem þar kemur fram. Til samanburðar skal ég nefna
nógu skemmtilegt atriði, orð um það, sem nú er kölluð skrifstofa. í bisk-
upasögum er stundum haft um það orðið studium (sbr. itölsku studio,
ensku sludy), og á dögum kirkjuvaldsins á síðmiðöldum leit helzt út fyr-
ir, að það yrði innlyksa. En það segir drjúgan þátt í menningarsögu
vorri, að í stað þess komst inn í íslenzku kaupmannaorðið kontór, unz
það varð að þoka fyrir orðinu skrifstofa.
Mjög mikið er í bókinni af skýringum orðtaka eða orðasambanda, og
er hún að því leyti framhald af fyrra riti höf. um sama efni. Er skil-
merkilega ó málum haldið, og mjög fátt er hér, sem ég get ekki fall-
izt á. Hér eru orðtök, sem virðast innlend, sum fornnorræn, á öðrum
stöðum útlend orðtök, sem unnið hafa sér þegnrétt í íslenzku (deila um
keisarans skegg, gífra um geitarhár, koma spánskt fyrir, undir rós, undir
íleppnum), stundum kann að renna saman innlent og útlent (á hverf-
anda hveli, þar sem höf. hyggur, að í hugum manna blandist „hamingju-
hjólið" við Hávamál). Einar þrjár greinar fjalla um orðtæki úr Bibliunni,
sem auðvitað er ein uppspretta íslenzks máls; eru þessi orðtæki að því
leyti einkennileg, að einstakir menn eða þjóðin hefur lagað þau i hendi
sér, frá því sem þau voru í bibliuþýðingunum.
Eins og von er til, verður í ýmsar áttir að leita skýringa orða og orð-
taka; oft þarf að tengja saman orð og hlut; stundum skýrist líka orðtak
af alþýðutrú.
Eins og þegar er sagt, hef ég fátt við skýringar bókarinnar að athuga;
flestar aðfinnslur mínar eru svo smáar, að sparðatíningur yrði, ef ég færi
að skrá þær hér. Fáein atriði skal ég nefna svo sem til viðbótar við útlist-
anir höf. Orðið agSi þekki ég úr Vestur-Skaftafellssýslu í merkingunni:
lítill maður eða drengur (sbr. bls. 166), og styður það þó önnur vitni um
þá merkingu. Höf. bendir á, að orðtækið „að koma spánskt fyrir sjónir"
sé komið úr dönsku fyrri tima (17.—19. öld), því að nú mun „det kom-
mer mig spansk for“ mjög sjaldhaft. Þetta minnir mig á orðið „súkku-
laði“, sem ekki er komið af „chokolade“, sem er nútíðarmynd orðsins i