Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 229
Skirnir
Ritfregnir
223
öll er saga þessi dregin föstum og skýrum dráttum, það sem hún nær.
En til þess að vera lifandi saga er hún alltof stuttorð; hún er nánar
beinagrind en hold, uppistaða en ívaf. Þó eru sumir þættir allrækilegir,
t. d. fyrri hluti þáttanna um konungsvald og kirkju, en er á þá líður, verða
þeir magrari á allan vöxt. Aðeins fáir hirðstjórar, biskupar eða lögmenn
eru nefndir, og sama er að segja um ýmsa sögulega atburði frá þessum
timum. Þætti um atvinnuhætti, menningu og andlegt líf vantar með öllu.
En hafa verður hugfast, að höfundur hafði hvergi nærri lokið þessu verki.
Lesendur mega því ekki búast við, „að í þessu bindi sé að finna samfellda
sögu landsins á umræddu tímaskeiði, eins og höfundur hefði sjálfur vilj-
að gera þá sögu úr garði“, eins og útgefandi tekur réttilega fram í for-
mála bókarinnar. Engu að síður er að þessum fyrirlestrum hinn mesti
fengur; þeir eru traust og vandað tillag til sögu landsins á þeim öldum,
er margt er á huldu um menn og viðburði hér á landi.
Siðari hluti bókarinnar (bls. 205-—373) er safn af ritgerðum eftir höf-
undinn, sem fjalla um þetta tímabil, og hafa allar birzt áður í tímaritum
eða annars staðar. Þessar ritgerðir eru: Hirð Hákonar gamla á fslandi;
Gizur bóndi galli í Víðidalstungu; Reisubók Rjarnar Jórsalafara; 1 Græn-
landshrakningum 1406—1410 og Skálholtsför Jóns biskups Arasonar 1548.
Eru þessar ritgerðir allar stórfróðlegar og leiða ýmislegt nýtt í ljós. Eg
sakna þess, að ekki skyldu vera teknar með fleiri ritgerðir höfundarins,
þótt þær fjalli ekki um þetta tímabil. Hefði mikill ávinningur verið að því
að safna þeim hér saman á einn stað og ekkert því til fyrirstöðu vegna
stærðar bindisins. Veit eg ekki, hvað valdið hefir, enda nú of seint að
bæta úr því.
Allmargar myndir prýða bókina. Hefir dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður valið þær, og fara þær vel við efnið. Sérstaklega ber að þakka vand-
aða og rækilega nafnaskrá við bæði bindin, er þeir Gunnar Sveinsson mag.
art. og Ólafur Pálmason stud. mag. tóku saman. Að ytra búningi er bókin
að öðru leyti vel og myndarlega úr garði ger.
GuSni Jónsson.
SkarSsárbók. Landnámabók Björns Jónssonar á SkarSsá. Jakob
Benediktsson gaf út. Háskóli fslands. Reykjavík 1958.
Landnámabók hefir lengi verið með réttu talin það fomrit íslenzkt,
sem sögu vorri hefði verið mest missa í, ef hún hefði lent í glatkistu
liðinna alda. Engin bók veitir viðlíka mikla fræðslu um upphaf þjóðar-
innar og fyrstu byggingu landsins eða geymir jafnmörg drög að sögum
sem hún. Engin samfelld heimild um fyrstu kynslóðir íslendinga er eins
traust og áreiðanleg, og þangað leitum vér gjarnan, er vér viljum sann-
prófa mannfræði íslendinga sagna. Þetta dýrmæta fomrit og morgunljós
sögu vorrar á sér sjálft sérstæða og merkilega sögu, sem var mönnum
lengi ráðgáta og rannsóknarefni, og það er ekki fyrr en á allra siðustu
árum, að telja má, að sú saga liggi Ijós fyrir í aðalatriðum, og kemur þar