Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 21
Þ e g a r v i s s a n e i n e r e f t i r … TMM 2010 · 4 21 svarað með „innihaldslausu orðagjálfri“ og að stöðugt sé vísað í „nær trúarlegar hugmyndir um almætti ósýnilegrar handar sem muni leysa öll vandamál“.21 Væri boðunarfrjálshyggja kannski betra orð yfir frjálshyggju vorra tíma? Eru hugmyndir hennar afsprengi sams konar tíðaranda og velgengnisguðfræðin (e. prosperity theology) þar sem auður og velgengni verða að trúarlegum markmiðum?22 Í Black Mass skilgreinir John Gray „nýfrjálshyggju“ sem „hug­ myndafræðilegan arftaka marxisma“.23 Gray setur fram þá kenningu að á meðan flestar marxískar hreyfingar á nítjándu og tuttugustu öld hafi horft til allsherjarlausna og litið á hugmyndafræðina sem nákvæma áætlun að framtíðarríkinu, hafi íhaldsstefnan í eðli sínu verið varfærin og pragmatísk, a.m.k. eins og hún mótaðist í Englandi. Aðgreiningin í vinstri og hægri út frá allsherjarlausnum riðlast að viti Grays á áttunda áratug síðustu aldar með þeim hugmyndafræðingum nýíhaldsstefnunnar sem þá komu fram, en bakgrunnur margra þeirra var í róttækri vinstri stefnu, m.a. Trotskýisma.24 Úr gömlu hugmynda­ fræðinni tóku þessir kennismiðir „hamfara­jákvæðnina“ (e. catastrophic optimism), trúna á bjarta framtíð eftir umrót breytingaskeiðs, hvort sem breytingarnar eru kenndar við byltingu eða ekki. Til að bæta gráu ofan á svart eru þessar hugmyndir fléttaðar saman við staðleysutrú kristinna harðlínumanna á hægri væng stjórnmálanna.25 Kristindómurinn hafði mikil áhrif á kenningar frjálslyndisstefnunnar eins og hún birtist í ritum Adams Smith, t.d. í hugmyndinni um guðlega forsjón. Eins og John Gray dregur fram í bók sinni voru t.d. veigamestu rökin fyrir frjálsri verslun á fyrri hluta nítjándu aldar þau að tollar væru ósamræmanlegir vilja guðs, að almættið hefði dreift auðlindum heimsins í þeim tilgangi að sameina ólíkar þjóðir í frjálsri verslun og bræðralagi undir guðlegu lögmáli. Í þessu ljósi hélt Richard Cobden því fram á fimmta áratug nítjándu aldar að „frjáls verslun væri hið alþjóð­ lega lögmál guðs“.26 Síðari tíma hagfræðingar reyndu með takmörkuðum árangri að afneita trúarlegum uppruna kenninganna og leita fremur röklegra skýringa. Gray segir þetta hafa leitt til aukinnar kreddu í túlkun á pólitísku hagkerfi Smiths. Kenningar um frjálsan markað verði ekki að marki trúarlegar fyrr en trúarlegum rótum þeirra hefur verið hafnað.27 Kannski fangar eftirfarandi lýsing Giorgios Baruchello best niðurstöður Eilífðarvélarinnar og grundvallarhugmynd Grays: „Þegar nýfrjálshyggjan og raunveruleikinn rekast á er nýfrjálshyggjan afhjúpuð sem það skrum sem hún er (sem þýðir ekki að málsvarar hennar séu ekki færir um að blekkja sjálfa sig og aðra til fylgis við hana)“.28 Staðleysur eru aldrei hættulegri en þegar menn eru blindir á þær.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.