Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 75
A l l t a f s a m a s a g a n ? TMM 2010 · 4 75 Heimasætan heitir Gunnlöð x x Gesturinn er Óðinn og nefnist / er kallaður Bölverkur x (?) x Mjög svipuð mynd fæst ef skoðaður er textinn í Konungsbókargerðinni. Þar heitir vissulega borinn sama nafni og í Hávamálum, en annars er ágreiningurinn hinn sami.11 Sé nú þessi tafla skoðuð gagnrýnum augum og smásmugulegum er eftirfarandi ljóst: Sameiginlegt eiga sögurnar í Hávamálum og Eddu það að fjalla um gest sem kemur og liggur með heimasætu. Í Hávamálum er það ein brúðkaupsnótt, í Eddu þrjár nætur (eins og gengur við lítinn fögnuð föður hennar). Gesturinn fær eitthvað að drekka. Gesturinn er Óðinn, heimasætan heitir Gunnlöð og pabbi hennar Suttungur. Og þá er tímabært að spyrja: Eru það ekki kjöraðstæður fyrir sagna­ blöndun ef til eru tvær goðsagnir um Óðin, báðar hafa unga stúlku sem mótleikara hans. Hún er af jötnaættum. Og veitir honum annars vegar drykk hins dýra mjaðar, hins vegar skáldamjöðinn. Í báðum dæmum á Óðinn fótum eða vængjum fjör að launa. Og þá er líka tímabært að minna á ömmusögurnar. Það er engin sönnun þess að alltaf sé sama sagan á ferð þótt persónur beri eða fái sömu nöfn. Hér er samt nauðsynlegt að hafa ýmsa fyrirvara. Það er til að mynda alls ekki ljóst hvort Snorri þekkti Hávamál sem það kvæðasafn sem við þekkjum úr Konungsbók eddukvæða. Hann vitnar aldrei í kvæðið með heiti og eina vísa sem er nokkurn veginn rétt höfð, er lögð í munn Gylfa, ekki ásum, eins og allar aðrar tilvitnanir í eddukvæði.12 Það kann að benda til tengsla við Hávamálasögnina að samheitið bölverkur skuli gert að dulnefni. En það kann auðvitað að hafa komið inn í lausa­ málsfrásögnina löngu fyrir daga Eddu og verða engar ályktanir af því dregnar. Nefnt hefur líka verið á þessum blöðum að Rati kunni að eiga sameiginlega uppsprettu í Hávamálum og Konungsbókargerð. Jötnarnir eru í norrænu heimsmyndinni greinilega fulltrúar fyrir kaos, þeir eru „hinir“ í merkingu Sartres: „Helvíti, það eru hinir“, þar sem menn og guðir eru fulltrúar fyrir kosmos, eru „við“. En það má hins vegar ekki líta svo á að kaosið, óreiðan, sé alltaf ill. Hún er beinlínis nauðsynleg. Til dæmis má benda á að það fæðist naumast nokkurn tíma barn sem sé dóttir eða sonur gyðju og áss. Þegar þarf að kveikja nýtt líf verður að koma á fundi reiðu og óreiðu.13 Vafalítið var þetta talinn hollur lærdómur fyrir norræn ungmenni: Skyldleikarækt er varasöm, piltur og stúlka verða að leita maka hjá „hinum“. Meðal annars af þessum sökum hlýtur hið heilaga brúðkaup (ef við trúum kenningu Svövu) að eiga sér stað meðal jötna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.