Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 83
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 83 vaknar upp við það einn góðan veðurdag að brotist hefur verið inn á heimili hennar meðan hún svaf og öll verðmæti verið hreinsuð út af heimilinu. Þetta innbrot býður lesanda upp á að minnsta kosti tvær leiðir til að lesa söguna. Annars vegar má lesa hana sem sálfræðilega skáldsögu sem lýsir samskiptum tveggja einstaklinga og ólíkra kyn­ slóða, hins vegar má skilja hana sem allegóríu, táknsögu þar sem Gunnur stendur fyrir þjóðina og innbrotið fyrir þær gripdeildir sem fjármálageirinn stundaði í góðærinu. Gunnur fyllist magnleysi við innbrotið en tekur það til bragðs að flýja bæinn og fara í sumarhús fjölskyldunnar yfir helgi. Þegar hún er að leggja af stað drífur þar að innanhúsarkitekt sem hefur unnið fyrir hana. Með henni í för er unglingsdóttir hennar sem hún þarf að koma fyrir yfir helgi. Mótmæli Gunnar mega sín lítils og hún situr uppi með stelpuna. Hún á ekki um annað að velja en að taka hana með sér í sumarhúsið, sem Gunni þykir raunar réttara að kalla vetrarhús – með laufléttri vísun í Sjálfstætt fólk – enda ferðin farin að vetrarlagi. Gunnur segir sögu sína í Vetrarhúsinu, hluta sögu sinnar segir hún unglingnum Hind, þær ferðast saman inn í fortíðina og kanna saman húsin sem Gunnur bjó í sem barn og ung kona. Karlsvagninn fjallar um samskipti tveggja kvenna, en hún fjallar ekki síður um kynslóðir. Það gæti verið fróðlegt að lesa hana saman við kynslóðauppgjör í verkum yngri höfunda eins og Auðar Jónsdóttur í Fólkinu í kjallaranum eða jafnvel í eldri verkum Mikaels Torfasonar. Hér tekur til máls fulltrúi þeirrar kynslóðar sem sat á sakamannabekk í þeim sögum. Gunnur er raunar víða dómhörð í lýsingum sínum á bæði þeim kynslóðum sem á undan henna komu og þeim sem fylgdu á eftir: það er auðvelt að fá á tilfinninguna að engin kynslóð hafi nokkurn tíma kunnað að ala upp börn á Íslandi nema hennar eigin. Eitt af megintáknunum í sögu Kristínar Marju er kuldinn og veturinn sem er bæði í náttúrunni og tilfinningalífi persónanna. Veturinn er aðalpersóna í annarri skáldsögu sem kom út á síðasta ári, sögu sem að mati undirritaðs var einn af hápunktum jólabókaflóðsins, Harms englanna eftir Jón Kalman Stefánsson. Í fyrravetur kenndi ég námskeið um eitt af uppáhalds skáldverkum Jóns Kalmans, Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, í Endurmenntunar­ stofnun Háskóla Íslands. Fyrir einn tímann hafði ég undirbúið mig vandlega undir að hrekja þá túlkun margra fræðimanna að Aðventa væri fyrst og síðast kristileg dæmisaga. Það reyndist vera eins og að hlaupa á opnar dyr. Fjölbreyttur hópur nemenda á öllum aldri hafði engan áhuga á að tengja söguna við trúarbrögð eða önnur hugmyndakerfi og skildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.