Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 11
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 11
ákæru. Ég get ekki áfellst þetta fólk því að það hefur sjálfsagt farið eftir rödd
samviskunnar. Ég varð bara fyrir vonbrigðum. Mér fannst ég vera hafður að
leiksoppi í atburðarás sem hefði verið hönnuð af slyngari mönnum en mér –
sem væru ekki vandir að meðulum.
Þorvaldur: Gott og heilbrigt stjórnarfar hvílir ekki síður á góðri stjórnar
andstöðu en góðri stjórn. Þú hófst þingferil þinn sem stjórnarandstæðingur
og laukst honum sem lífgjafi ríkisstjórnarinnar. Hvað geturðu sagt mér um
vinnubrögð stjórnarandstöðunnar og stjórnarinnar á þinginu 2009–2013? –
málþófið og allt það.
Þráinn: Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var rekin
samkvæmt því pólitíska heilræði að ekkert mál stjórnarinnar væri of lítið
til að ekki tæki því að reyna að tefja fyrir því, gera það tortryggilegt og helst
að eyðileggja það. Í staðinn fyrir vitræna og jafnvel uppbyggilega umræðu
var ómældum tíma sóað í orðhengilshátt, útúrsnúninga og vafninga. Fyrir
stjórnarmeirihlutann að fá lagafrumvarp samþykkt var eins og að synda í
sýrópi. Og óhreinskilnin var svo mikil að þegar öll þjóðin gat horft upp á
blygðunarlaust málþóf í sjónvarpi neituðu málþófsmenn því harðlega, engil
bjartir á svip, að um málþóf væri að ræða eða útúrsnúningastjórnmál. Þetta
tók mikla orku frá stjórnarmeirihlutanum og var gróf ofnotkun eða mis
notkun á þeim lýðræðislega neyðarhemli sem málþóf á að vera.
Þorvaldur: Borgarahreyfingunni varð ekki langra lífdaga auðið.
Þráinn: Það sem laðaði mig að Borgarahreyfingunni upphaflega var
stutt og laggóð stefnuskrá sem ég hélt að væri nógu einföld til að fólk gæti
staðið saman um hana. Það var nú öðru nær. Undirbúningurinn hefði
þurft að vera lengri og ítarlegri. Þarna var saman komið fólk úr ýmsum
áttum og klíkumyndun og óheiðarlegur undirróður byrjaði meira að
segja fyrir kosningar. Og ekki voru kosningarnar fyrr afstaðnar en marg
vísleg ágreiningsefni skutu upp kollinum. Mér fannst merkilegt að stærsta
ágreiningsefnið í byrjun skyldi vera ágreiningur milli kjörinna þingmanna
flokksins og flokksstjórnarinnar nákvæmlega af sama tagi og grasseraði við
fæðingu nútímalýðræðis í frönsku stjórnarbyltingunni. Sem sé ágreiningur
um hvort þingmenn flokksins ættu að hafa frjálsar hendur um hvernig þeir
ynnu að því að framkvæma stefnu flokksins frá degi til dags, eða hvort
flokksstjórnin ætti að móta línu handa þeim að fara eftir í öllum málum
sem upp kæmu. Gamla spurningin sem sé: Er það flokkurinn sem á að ráða
í öllum málum eða á þingmaðurinn að hafa frelsi innan þess ramma sem
stefnuskrá flokksins markar?
Mér fannst það í rauninni ógnvænlegt að þessi gamla deila um flokks
valdið skyldi koma upp um leið og flokkurinn, Borgarahreyfingin, hafði
eignast þingfulltrúa. Alskonar fólk í Borgarahreyfingunni sem hryllti sig
yfir flokksvaldinu í gömlu flokkunum vildi fjarstýra þingmönnum Borgara
hreyfingarinnar og gera þá að nokkurs konar búktalarabrúðum en ekki
frjálsum fulltrúum ákveðinna hugsjóna. Ég blandaði mér ekki í fræðilegar