Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 11
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 11 ákæru. Ég get ekki áfellst þetta fólk því að það hefur sjálfsagt farið eftir rödd samviskunnar. Ég varð bara fyrir vonbrigðum. Mér fannst ég vera hafður að leiksoppi í atburðarás sem hefði verið hönnuð af slyngari mönnum en mér – sem væru ekki vandir að meðulum. Þorvaldur: Gott og heilbrigt stjórnarfar hvílir ekki síður á góðri stjórnar­ andstöðu en góðri stjórn. Þú hófst þingferil þinn sem stjórnarandstæðingur og laukst honum sem lífgjafi ríkisstjórnarinnar. Hvað geturðu sagt mér um vinnubrögð stjórnarandstöðunnar og stjórnarinnar á þinginu 2009–2013? – málþófið og allt það. Þráinn: Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var rekin samkvæmt því pólitíska heilræði að ekkert mál stjórnarinnar væri of lítið til að ekki tæki því að reyna að tefja fyrir því, gera það tortryggilegt og helst að eyðileggja það. Í staðinn fyrir vitræna og jafnvel uppbyggilega umræðu var ómældum tíma sóað í orðhengilshátt, útúrsnúninga og vafninga. Fyrir stjórnarmeirihlutann að fá lagafrumvarp samþykkt var eins og að synda í sýrópi. Og óhreinskilnin var svo mikil að þegar öll þjóðin gat horft upp á blygðunarlaust málþóf í sjónvarpi neituðu málþófsmenn því harðlega, engil­ bjartir á svip, að um málþóf væri að ræða eða útúrsnúningastjórnmál. Þetta tók mikla orku frá stjórnarmeirihlutanum og var gróf ofnotkun eða mis­ notkun á þeim lýðræðislega neyðarhemli sem málþóf á að vera. Þorvaldur: Borgarahreyfingunni varð ekki langra lífdaga auðið. Þráinn: Það sem laðaði mig að Borgarahreyfingunni upphaflega var stutt og laggóð stefnuskrá sem ég hélt að væri nógu einföld til að fólk gæti staðið saman um hana. Það var nú öðru nær. Undirbúningurinn hefði þurft að vera lengri og ítarlegri. Þarna var saman komið fólk úr ýmsum áttum og klíkumyndun og óheiðarlegur undirróður byrjaði meira að segja fyrir kosningar. Og ekki voru kosningarnar fyrr afstaðnar en marg­ vísleg ágreiningsefni skutu upp kollinum. Mér fannst merkilegt að stærsta ágreiningsefnið í byrjun skyldi vera ágreiningur milli kjörinna þingmanna flokksins og flokksstjórnarinnar nákvæmlega af sama tagi og grasseraði við fæðingu nútímalýðræðis í frönsku stjórnarbyltingunni. Sem sé ágreiningur um hvort þingmenn flokksins ættu að hafa frjálsar hendur um hvernig þeir ynnu að því að framkvæma stefnu flokksins frá degi til dags, eða hvort flokksstjórnin ætti að móta línu handa þeim að fara eftir í öllum málum sem upp kæmu. Gamla spurningin sem sé: Er það flokkurinn sem á að ráða í öllum málum eða á þingmaðurinn að hafa frelsi innan þess ramma sem stefnuskrá flokksins markar? Mér fannst það í rauninni ógnvænlegt að þessi gamla deila um flokks­ valdið skyldi koma upp um leið og flokkurinn, Borgarahreyfingin, hafði eignast þingfulltrúa. Alskonar fólk í Borgarahreyfingunni sem hryllti sig yfir flokksvaldinu í gömlu flokkunum vildi fjarstýra þingmönnum Borgara­ hreyfingarinnar og gera þá að nokkurs konar búktalarabrúðum en ekki frjálsum fulltrúum ákveðinna hugsjóna. Ég blandaði mér ekki í fræðilegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.