Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 12
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 12 TMM 2014 · 4 deilur um þetta mál og reiknaði með að þessar deilur myndu lognast út af á endanum þegar flokkstjórnarliðið nennti ekki lengur að mæta á þing­ flokksfundi og setja sig inn í öll mál, sem aftur mundi kalla á sérstaka flokksstjórnarfundi til að ákveða línuna sem þingmennirnir ættu að fylgja og fundi til að útskýra línuna fyrir þingmönnum og þannig áfram út í það óendanlega. Það kom líka fljótlega í ljós að við fjögur sem vorum í þingflokki Borg ara­ hreyfingarinnar vorum síður en svo sammála um margvísleg grundvallar­ atriði. Það var ekki skemmtilegt né hreint andrúmsloft í þessum litla hópi, því miður, og loks kom þar að mér fannst mælirinn fullur og útséð um að við gætum starfað sem samtaka heild. Þá gerðist ég um tíma óháður þingmaður en þau þrjú sögðu skömmu síðar skilið við Borgarahreyfinguna og opnuðu eigin rekstur undir nafninu Hreyfingin. Þorvaldur: Þingmenn Hreyfingarinnar voru eins og þú traustir stuðn­ ingsmenn nýrrar stjórnarskrár, eini flokkurinn, sem studdi kynningu frum­ varpsins dyggilega í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Aðrir flokkar sýndu málinu engan áhuga. Einn félagi minn í Samtökum um nýja stjórnarskrá (SaNS) fékk leiðbeiningar hjá forsætisráðherra um, hvernig orða mætti bréf samtakanna til forsætisráðherra og forseta Alþingis, oddvita framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, um stuðning við kynningu á stjórnar­ skrárfrumvarpinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna; bréfið var sent, og svarið var þvert nei á báðum stöðum. Þráinn: Þú segir tíðindi. Ég hafði reynslu af margskonar átökum og ágreiningi úr þeim hópum sem ég hafði kynnst og unnið með gegnum tíðina en óhreinlyndi á borð við það sem þarna kom upp á yfirborðið var mér nýnæmi og vond og sár reynsla. Ég bjóst ekki við því að pólitík væri mannbætandi en að mannskemmdir kæmu í ljós eftir svona stuttan tíma var óþægileg áminning um að enginn sé annars bróðir (eða systir) í leik. Það er reyndar rétt að ég geti þess að fyrsti stóri ágreiningurinn í þing­ mannahópnum kom í ljós í sambandi við aðildarumsókn að Evrópu­ sambandinu. Um Evrópusambandið var ekkert að finna í okkar stuttu stefnuskrá en öll höfðum við í kosningabaráttunni talað einum rómi um að við styddum aðildarumsókn og viðræður sem myndu leiða í ljós kosti og galla aðildar og síðan myndi þjóðin sjálf taka upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Þessu höfðu sum okkar gleymt þegar kom að því að taka afstöðu til aðildarumsóknar og þau höfnuðu aðildarumsókn og þar með því tækifæri sem við höfðum öll talað fyrir, sem sé að þjóðin sjálf fengi tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um sína eigin framtíð. Þorvaldur: Hvort vegur þyngra í lífi þingmannsins, ánægjan yfir vel unnu verki eða áreitið og óþægindin? Þráinn: Ég tel að stjórn Samfylkingar og Vg sem tók við eftir hrun hafi unnið mikilvægt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður – eins og slökkvi­ lið sem kemur á vettvang til að reyna að bjarga byggingu sem stendur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.