Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 17
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 17 eftir 90 ár, þegar praktísk gagnsemi þeirra hefur verið síuð frá. Kannski voru þeir bara skrifaðir til að fundarritarinn gæti drepið tímann og eytt að fundi loknum. Ég veit ekki. Það er margt undarlegt varðandi upplýsingar, aðgengi að upplýsingum og varðveislu upplýsinga í hinu lokaða upplýsingaþjóðfélagi okkar. Svik á svik ofan Þorvaldur: Hvenær varðstu þess áskynja, að nýja stjórnarskráin myndi stranda í þinginu? Hverjir frömdu svikin? Ég man þú sagðist finna brenni­ steinsfnyk. Hver sagði hvað við hvern? Þingmenn eru ekki bundnir þagnar­ skyldu. Eða lagði fnykinn út um luktar dyr? Þráinn: Ég er ekki góður í að muna nákvæmlega hvenær eitthvað gerist eða fara með löng samtöl orðrétt eftir minni. Strax í upphafi þegar ríkis­ stjórnin lét uppskátt um þá fyrirætlun sína að leyfa þjóðinni að setja sér eigin stjórnarskrá varð vart við gífurlega andstöðu við það tiltæki. Sumpart var stjórnarandstaðan eftir Hrun mjög ófyrirleitin og reyndi að eyðileggja allt sem hægt var að skemma eða koma í veg fyrir af fyrirætlunum stjórnar­ flokkanna – bara til að gera stjórninni lífið leitt og án tillits til hvort það þjónaði hagsmunum almennra borgara. Sjálfsagt hefur það verið þannig hugsað að stærstu hagsmunir þjóðarinnar væru þeir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson og þeir flokkar sem Hruninu ollu gætu tekið sem allrafyrst aftur við stjórnartaumunum. Andstaða lögfræðinga, einkum akademískra lögfræðinga, var yfirgengi­ lega frekjuleg og þeim og þeirra stétt til minnkunar. Á þinginu fóru menn ekki dult með það sjónarmið að vegna þess að núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að stjórnarskrárbreytingar komi frá þinginu væri þingið að bregðast hlutverki sínu með því að færa valdið aftur í hendur almennings – og skeyttu engu um þau rök að ekki hefur þinginu hingað til gengið vel að uppfæra og endurnýja stjórnarskrána sem Danir færðu nýlenduþjóð sinni og eru sjálfir hættir að nota. Auk þess virðist það hafa gleymst að stjórnar­ skrárgjafinn hlýtur að vera þjóðin sjálf, þótt hin danska stjórnarskrá okkar úr kóngsríkinu sé ekki snókin fyrir almenningi og vill heldur að „úrvals­ fólk“ eins þingmenn sjái um svo stór mál. Lýðræði er ekki gamalt og það var beinlínis á barnsskónum þegar núverandi stjórnarskrá okkar var samin, enda miðast hún við þjóðfélag sem nú er að mestu horfið og endurspeglar þarfir og hugmyndir kynslóða sem nú eru komnar undir græna torfu. Það var því gífurleg andstaða við þá lýðræðislegu hugmynd að þjóðin sjálf kysi sér stjórnlagaþing til að vinna það verk sem Alþingi hafði ekki megnað að vinna, burtséð frá allranauðsynlegasta viðhaldi. Þorvaldur: Frumkvæðið að Stjórnlagaþingi kom raunar frá Sjálfstæðis­ flokknum, sem snerist síðan gegn sjálfum sér. Þráinn: Það kom fljótlega í ljós að áhersla á andstöðu við stjórnarskrár­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.