Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 19
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 19 Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð vorið 2009, studdist hún við 34 þing­ menn. Flótti úr röðum Vg fækkaði stuðningsmönnum stjórnarinnar í 31, og þá gekkst þú til liðs við þingflokk Vg, svo að stjórnin studdist þá aftur við meiri hluta eða 32 þingmenn af 63. Þú hafðir líf ríkisstjórnarinnar í hendi þinni um alllangt skeið. Sérðu eftir að hafa ekki drepið hana? Þráinn: Ég held að ríkisstjórnin hafi setið allavega einu misseri of lengi, kannski heilu ári, en ég sé sosum ekki eftir því að hafa ekki hætt mínum stuðningi. Ég fór ekki inn á þing með það markmið að veita félagslega sinn­ aðri umbótastjórn náðarhöggið. Eftir á að hyggja hefði það verið greiði og stuðningur við félagshyggju í landinu að kosið hefði verið nokkrum mán­ uðum eða jafnvel heilu ári áður en síðasta kjörtímabili lauk. Það liggur í augum uppi þegar maður lítur um öxl, en það lá ekki í augum uppi í hita leiksins. Þar fyrir utan er ekki rétt að álíta að ég hafi haft líf stjórnarinnar í hendi mér. Hlutirnir eru ekki svo einfaldir. Jafnvel ráðherrar sem veiktu stjórnina með allskonar einleik og lýðskrumi voru reiðubúnir til að verja sinn eigin ráðherrastól hefði vantrauststillaga komið fram. Sömuleiðis voru það hvorki hagsmunir þeirra sem voru að mynda Bjarta framtíð að kalla fram kosningar né hagsmunir hinnar deyjandi Hreyfingar. Þorvaldur: Ríkisstjórnin brást eigin fyrirheitum ekki aðeins í stjórnar­ skrármálinu, heldur einnig í Evrópumálinu og fiskveiðistjórnarmálinu. Það er nýnæmi, að ríkisstjórn gefi þrjú höfuðfyrirheit og bregðist þeim öllum, þótt hún hafi heilt kjörtímabil til að efna þau. Þráinn: Það sem hélt ríkisstjórninni við líf var ekki aðeins minn stuðningur heldur miklu fremur sú staðreynd að hin nýstofnuðu flokksbrot, Hreyfingin og Björt framtíð, hikuðu við að vinna stjórninni grand og komu jafnvel til hjálpar á ögurstundu. Trúlega töldu þessir aðilar hagstætt að sem lengst liði þar til kosið yrði þannig að meiri tími gæfist til að skipuleggja starfsemina og gera veiðarfærin klár í atkvæðaveiðar. Það var þessi stuðningur hvort sem hann kom fram við atkvæðagreiðslur eða bara lá í loftinu sem gerði það að verkum að stjórnin tórði út kjör­ tímabilið. Og þótt það hefði í sjálfu sér verið hægt að flokka það undir líknardráp að binda endi á tilgangslaust og magnvana líf hennar þá vantar í mig það drápseðli sem einkennir mikilmenni. Og því fór sem fór: Vinstri­ stjórn Jóhönnu og Steingríms þrotin að kröftum og södd lífdaga tórði kjör­ tímabilið á enda. Í þau skipti sem ég vissi að ég hafði líf ríkisstjórnarinnar nokkurn veginn í hendi mér jókst enn ógleði mín yfir umgengnisvenjum á þessum vinnustað, Alþingi. Fólk breyttist í viðmóti við mig, síminn minn tók að hringja á ólíklegustu tímum; ég varð skelfingu lostinn einn góðan veðurdag þegar ég sá að frú Jóhanna brosti til mín í matsalnum, og fólk sem varla hafði virt mig viðlits kepptist við að játa fyrir mér undir fjögur augu mikla virðingu fyrir skoðunum mínum og fleira í þeim dúr. Eftir að Borgarahreyfingin leystist upp var ég í nokkra mánuði óháður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.