Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 24
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 24 TMM 2014 · 4 Islandus – á að hafa sagt á eintali við Guð almáttugan: „Um speki bið ég ekki því að af henni hef ég nóg.“ Og ég áttaði mig á því að ég var staddur á stað þar sem eftirspurnin var engin eftir því litla sem ég tel mig hafa upp á að bjóða. Á þessum stað eru helst ekki aðrar skoðanir réttar en þær sem hollast er að hafa og hampaminnst og besti rökstuðningurinn er foringjavald, flokksvald eða meirihlutavald. Rökræða og pælingar eru meira til gamans, og hugsanleg hjálp við ímyndarsköpun einstaklinga og Alþingis. Þú spurðir í upphafi hvort reynsla mín úr hinum skapandi greinum hefði komið að einhverjum notum. Að svo miklu leyti sem ég ýjaði að því að ég byggi yfir einhverri reynslu virtist mér því tali vera mætt af mikilli tor­ tryggni. Kannski ekki að ástæðulausu því að jafnvel einhver mesti snillingur sem haldið hefur á penna, Knut Hamsun, var ekki sérlega glöggur þegar kom að pólitík – og ég vona að engum detti í hug að ég sé að bera mig saman við þennan skáldjöfur þótt ég leyfi mér að nefna hann á nafn. Þorvaldur: Einhvern tímann sagðirðu mér, að þú teldir þig verðskulda Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir að hafa gert sjö kvikmyndir í fullri lengd og aldrei misst húsið þitt. Þráinn: Já, maður segir svo margt. Mér fannst dáldið fyndið á stundum á þinginu að standa í karpi um einkarekstur við menn sem aldrei höfðu rekið eigið fyrirtæki, heldur bara unnið með einum eða öðrum hætti hjá ríki eða sveitarfélögum, því opinbera, alla sína tíð – og sögðust trúa á einstaklings­ framtakið. Ég trúi illa mönnum sem ekki praktísera sjálfir það sem þeir prédika. Pilsfaldakapítalismi er hins vegar íslensk sérgrein og gengur út á að almenningur eigi kúna að nafninu til og hirði hana og fóðri en sérvaldir aðilar fái að leggjast undir hana og sjúga spenana eins og tilberar í gömlum ævintýrum. Ég hef unnið fyrir mér með einstaklingsframtaki í erfiðri samkeppnis­ grein mestan hluta ævi minnar. Ég veit út á hvað frjáls samkeppni gengur. Ég hef tekið þátt í henni og staðist hana. Ég veit að til þess þarf sterk bein, og það eru ekki allir sem hafa sterk bein. Þess vegna er ég félagshyggjumaður. Mannvalið á Alþingi Þorvaldur: Hvað viltu segja um mannvalið á Alþingi fyrr og nú? Þráinn: Að tala um mannvalið fyrr og nú held ég að gæti orðið soldið eins og ætla að bera saman Njál á Bergþórshvoli og Árna Johnsen sem þingmenn af Suðurlandi. Tímarnir breytast og viðmiðin og viðfangsefnin verða önnur. Ef ég reyni í huganum að bera saman þingmenn frá því ég var ungur og þingmenn þá sem sitja í dag lendi ég líka í vandræðum. Í æsku hafði ég aðrar hugmyndir um þingið en ég hef núna og þrátt fyrir alla leyndarhyggju sem loðir við nútímann hafði ég mun minni innsýn í bæði menn og málefni hér á árum áður. Sú nálægð við stjórnmálamenn sem margir halda að hafi myndast með til­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.