Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 31
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 31
yfir stuðningi við það og þaðan af síður í tæka tíð til að koma því óbrengluðu
gegnum þingið fyrir lok kjörtímabils.
Með þessu er ég ekki að segja að það sé eingöngu við Jón Bjarnason að
sakast um að þetta mál fór í vaskinn. Fjærri því, en hann var mjög upptekinn
við að þvælast fyrir og berjast gegn umsóknarferlinu og hugsanlegri Evrópu
sambandsaðild, og mér fannst augljóst að með hann í brúnni mundi ekki
nást að koma nýrri fiskveiðistjórnunarlöggjöf gegnum þingið. Til að sjá þetta
þurfti ekki spádómsgáfu heldur bara smávegis raunsæi.
Varðandi það sem þú kallar „sama skeytingarleysi Alþingis um vilja
fólksins í landinu eins og í stjórnarskrármálinu og Evrópumálinu“ þá er
svarið já – með því fororði að inni á þingi fannst mér eins og margir teldu sig
skynja og skilja vilja þjóðarinnar með yfirskilvitlegum hætti – og engir tveir
á sama hátt. Inni á þingi var líka maður og reyndar fleiri en einn sem kvaðst
í ræðustól Alþingis vita upp á hár hvað kjósendur væru í raun og veru að
segja í kosningum með því að sitja heima og segja þar af leiðandi ekki neitt.
Já, ég varð ekki var við neitt sérstaka auðmýkt gagnvart vilja þjóðarinnar á
Alþingi, og þegar menn minntust á þjóðarviljann sögðust þeir gjarna vera
handhafar hans og allt að því guðlega innblásnir. Og vildu svo stefna hver í
sína áttina. Það er kannski hinn raunverulegi þjóðarvilji.
Glæpasögur
Þorvaldur: Væri ég að tala við eina prestinn, sem átt hefur sæti á Alþingi,
myndu spurningar mínar sumar horfa til himins, býst ég við. En nú vill svo
til, að ég er að tala við eina glæpasagnahöfundinn, sem setið hefur á Alþingi,
svo að ég horfi í hina áttina: Hvernig horfir hún við þér kenningin um Ísland
fyrir hrun sem þvottastöð fyrir rússnesku mafíuna?
Þráinn: Ásamt með ýmsu öðru neyðist ég til að viðurkenna að ég hef
fáeinar glæpasögur á samviskunni, en varðandi glæpasögur vil ég ekki fría
þá sakleysislegu og geðugu manneskju, Katrínu Jakobsdóttur af allri synd,
því að hún er útsmogin í glæpum verandi bókmenntafræðingur með þá
blóðugu sérgrein, glæpasöguna, að sérsviði.
Mér blöskruðu þær viðtökur sem „Dauðans óvissi tími“ fékk þegar bókin
kom út. Ég var að vona að hún vekti eftirtekt, umræðu, og gæti jafnvel vakið
einhverja til vitundar um að þjóðfélag okkar væri á hraðri leið fram af hengi
flugi.
Þorvaldur: Nú, jæja? Bókin fékk prýðilegar viðtökur til dæmis í Morgun
blaðinu. Í ritdómi blaðsins eftir Steinunni Ingu Óttarsdóttur segir: „Smá
krimmar fá makleg málagjöld meðan stórglæpamenn sleppa við refsingu
í skjóli valds síns og áhrifa. Dauðans óvissi tími er Íslendingasaga á nýrri
skeggöld og skálma – snýst um hefnd og sæmd, gæfu og ógæfu. Hún er í senn
ísmeygilega fyndin og hörkuspennandi og felur í sér hvassa ádeilu á sam