Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 32
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 32 TMM 2014 · 4 tímann, t.d. hvernig spilltir stjórnmálamenn og valdhafar misnota aðstöðu sína og draga landslýð á asnaeyrunum meðan fjölmiðlar þagga niður sann­ leikann eftir hentugleikum.“ Þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið. Þráinn: Já, gagnrýnin var prýðileg, en takmarkið með því að skrifa þessar glæpasögur var ekki að snapa eftir klappi á kollinn eða hrósi frá gagn­ rýnendum ellegar bókmenntanördum heldur að reyna að ná til almenn­ ings og koma á framfæri ákveðinni greiningu á þjóðfélagsástandi. Ég þekki aðeins til örfárra manna sem gerðu sér grein fyrir því að þjóð félags grein­ ingin í „Dauðans óvissa tíma“ var nærri lagi – en það voru skarpir náungar sem trúlega höfðu áttað sig á því hvert stefndi áður en þeir lásu bókina. Þorvaldur: Mogginn gerði meira. Hávar Sigurjónsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, birti viðtal við þig í Lesbókinni, þar sem þú fékkst óáreittur að vitna í einkunnarorð bókarinnar: „Það er byltingarstarfsemi í sjálfu sér að segja sannleikann eins og maður veit hann bestan.“ Þú vitnar þar eins og í bókinni í brezka rithöfundinn George Orwell, manninn, sem bjó til orðið „sannleiksmálaráðuneyti“. En þú tryggir þig í byrjun bókarinnar með því að segja frá eigin brjósti: „Kveikja þess ófriðarbáls sem brennur á síðum þessarar bókar eru raunverulegir atburðir. En sögupersónur sem logarnir umlykja eru hugarfóstur höfundar og eiga sér engar fyrirmyndir, lifandi eða dauðar.“ Þú leyfir lesandanum þannig að marka sér stöðu hvar sem hann kýs á mörkum bókfestu og sagnfestu. Þráinn: Ein mannvitsbrekkan hjólaði í mig af mikilli hneykslan fyrir að skrifa á svona nærgöngulan hátt um að hægt væri að þekkja ákveðna máttarstólpa þjóðfélagsins sem fyrirmyndir að persónum. Hjartnæm til­ litssemi við listelska bankaræningja og brútala og yfirgangssama stjórn­ málamenn, skiljanlegt kannski að jafnvel vænstu menn pissi í buxurnar þegar svoleiðis illþýði er annars vegar og kannski hægt að vinna sér inn prik hjá illþýðinu með því að hneykslast á dónalegum rithöfundi. En engum datt í hug að skrifa aukatekið orð um sannleiksgildi þeirra hluta sem ég var að lýsa. Enginn vogaði sér að taka undir þessar lýsingar né mótmæla þeim. Þöggunaraðferðin var sú að taka þessu sem góðlátlegu gríni, kannski sambærilegu við það sem okkur finnst núna um lýsingar HKL á Pétri þríhrossi og Júel B. Júels á Sviðinsvík. Bókin mokseldist að vísu, rann út eins og heitar lummur, en þær viðtökur sem gerðu mig mest hissa var að ég stóð eftir eins og maður sem hefur fleygt steini út í lygna tjörn og séð hann lenda á vatnsfletinum og sökkva til botns án þess að ýfa vatnsflötinn, án þess að nokkur gára bærðist til vitnis um að einhver hefði reynt að brjóta spegilinn á vatnsfletinum fagra og trufla þar með narsissistana við vatnið í eitt augnablik við að dást að sjálfum sér. Kannski hafði bókin samt áhrif. Ég veit það ekki, en ég vona það og trúi því að ég hafi bara upplifað frosið augnablik og tíminn stóð kyrr og einhvern tímann muni permafrostið og skilningsleysið losa um heljartök sín á hugarheimi þjóðarinnar og þá muni ég ef til vill sjá gárur á vatnsfletinum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.