Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 33
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 33 Þorvaldur: Þú nefnir Halldór Laxness. Eftir að hann féll frá, hafði ég orð á því í vinahópi, að mér fyndist fara vel á, að Halldór fengi að hvíla við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar í heiðursgrafreitnum á Þingvöllum. Þá var sagt: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að fyrirgefa honum Atómstöðina. Samt er lýsing Halldórs á Búa Árland geðfelld og hlý. Það segir mér, að Halldór hafði engan áhuga á að sverta þá, sem hann var ósammála. Þráinn: Mikið held ég að Halldóri hefði verið skemmt ef hann hefði verið spurður að því í lifanda lífi hvort hann vildi að Sjálfstæðisflokkurinn holaði honum niður milli Einars Ben og danska slátrarans sem Jónas frá Hriflu og Sigurjón á Álafossi gerðu að staðgengli Jónasar Hallgrímssonar í heiðursreit eilífðarinnar. Þorvaldur: Jógvan Ísaksen, færeyski rithöfundurinn, á það sammerkt með þér, að glæpasögurnar hans, til dæmis Grár október og Ljúf er sumarnótt í Færeyjum, eru lagskiptar að því leyti, að þær setja glæpina í samhengi við þjóðlífið. Mér er minnisstæð frásögn hans af útvegsmanninum, sem siglir til lands með eiturlyfjafarm frá Suður­Ameríku og boðar komu sína með því að senda vinum sínum í landi kveðju í Óskalögum sjúklinga. Jógvan sagði mér á sínum tíma, hann vinnur í öruggu skjóli í Árnastofnun í Kaupmannahöfn, að bækur hans hafi fengið góðar viðtökur í Færeyjum. Mér finnast þær líkt og Dauðans óvissi tími upplagður grundvöllur að kvikmyndahandritum. Mér sýndist næstum allt í Dauðans óvissa tíma stemma að meira eða minna leyti nema kannski afhöggni hausinn í ísskápnum í bankaráðsherberginu: Hann var stílbragð, var það ekki? Og þá vaknar spurningin: Borgar sig að ýkja í skáldskap af þessu tagi? Eða í stjórnmálabaráttu? Gandí lagði ríka áherzlu á að ýkja aldrei, þess þarf ekki, sagði hann. Þráinn: Ég veit ekki. Ég hef verið að horfa á ágæta sjónvarpsseríu sem heitir „Game of Thrones“ og er skrifuð af mögnuðum fantasíuhöfundi sem heitir George R.R. Martin. Þar finnst mörgum vera langt gengið í ýktum lýsingum á fólki og athöfnum þess, einkum í valdabaráttu, og þykkt stungin tólg. Ég held samt að í raunveruleikanum sé alltaf að finna dæmi þess að gengið sé að minnsta kosti skrefinu lengra en í skáldskap, hversu ýktur sem hann er talinn vera. Engum sem ég veit um hefur dottið í hug að dikta upp fjöldamorðingja með 10 milljón mannslíf á samviskunni, en ég sjálfur hef náð því að vera samtímamaður Hitlers, Stalíns og Maós, þriggja einstaklinga sem samanlagt höfðu hátt í 100 milljón mannslíf á samviskunni. Í svona veröld lifum við og í svona veröld þarf maður að hafa meira hugarflug en ég hef til að geta byrjað að ýkja illskuna. Þorvaldur: Fjórar myndir þínar heita Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og Einka­ líf. Finnst þér ekki freistandi að gera eina enn? – Viðskiptalíf. Ekki skortir efniviðinn. Þráinn: Ég hef vissulega hugsað til þess að það gæti verið gaman að gera eina Líf­mynd til viðbótar sem snerist þá að hluta til um hið ýkta viðskiptalíf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.