Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 39
S a m b l a n d a f s æ l u o g k v ö l TMM 2014 · 4 39 Og ekki varð amma síður hvassyrt þegar hún lýsti aðstæðum þeirrar stéttar sem kallaðist vinnukonur – en ekki munaði reyndar miklu að þær gætu talist ambáttir. Því þær voru sendar á Eyrina eða í fiskvinnu og fengu fyrir það enga viðbót við kaup sitt sem vinnukonur. Húsbændur þeirra hirtu tímakaupið sem þær fengu fyrir þá vinnu. Amma tók sem dæmi konu sem lét húsbónda sinn mánaðarlega fá 42 krónur, sem hún vann sér inn í fiski, en kaup hennar vegna þrifa, þvotta og eldamennsku á heimili hans var 45 krónur. Þegar húsbóndi konunnar dó sagði hún : „Jæja, þá er karlrassinn loksins dauður!“ Og skellihló. Amma sagði að þessi kona hefði verið sökuð um kulda og hatur en hún spurði: „Hver sáði hatursfræinu?“ Já, þær eru sannarlega margar eftirminnilegar, lýsingarnar af harðri baráttu verkafólks á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Og ég man enn eftir hve sérlega vænt ömmu þótti um vökulögin og almannatryggingarnar. Hún var mjög hrifin af Haraldi Guðmundssyni sem átti að hafa sagt, þegar hann barðist fyrir vökulögunum: „Þið lofið sjómenn­ ina dauða en kveljið þá lifandi.“ Hún minntist líka oft á lögin um verkamannabústaði. Og mikið þóttu henni dýrmæt lögin um alþýðutryggingar, sem voru undanfari almanna­ trygg inga. Umræðu um þau fylgdi gjarnan saga um stofnun sjúkrasamlagsins en þá kom til ömmu kona, sem átti tvö börn, og skammaðist út í sjúkrasamlags­ gjaldið sem var tekið af henni. Nokkru seinna hitti amma konuna aftur og þá sagði hún: „Mikið ósköp sé ég eftir að hafa skammað þig. Heldurðu ekki að ég hafi lagst í lungnabólgu og var á spítala í rúma viku og þurfti ekkert að borga.“ Og svo var það sagan um lífsbaráttu ekkju með fjögur ung börn sem þvoði þvott og þreif skrifstofur. Konan, sem oft var sjúk af þreytu og verkjum, hljóp einu sinni í skarðið fyrir aðra konu og var fljótari að þvo þvottinn en sú sem venjulega vann verkið. Frúin í húsinu vildi þá borga henni helmingi minna. Þessi sama kona þurfti einu sinni að þiggja hjálp af bænum í skamman tíma. Litlu seinni voru kosningar og þá var konunni meinað að greiða atkvæði vegna þess að hún hafði þurft að fá aðstoð hjá bænum. Hún sagði ömmu frá þessu, miður sín af heift. Og þá sá amma í fyrsta sinn það sem hún hafði áður bara lesið um í Íslendingasögunum. Það var ekki tár sem hraut af auga konunnar, heldur hagl. Æðsta takmark verkakvenna Mér þótti athyglisvert og nokkuð vænt um að lesa í 3o ára afmælisriti verkakvennafélagsins grein eftir þáverandi forseta ASÍ, Guðgeir Jónsson, sem fjallaði um afstöðu hans til þess að konur væru hálfdrættingar í launum á við karla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.