Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 43
G ö n g u f e r ð i r í h e i m a b y g g ð TMM 2014 · 4 43 30.01.13 Tveir grænklæddir Sigurðar fylgdu mér úr hlaði upp úr hádegi. Ég hafði séð þá í draumi nóttina áður. Skáldið klæddist grænni, prjónaðri jakkatreyju með útprjónuðum blómabekk neðst en engu stroffi. Hinn var í sérlega vel sniðnum og fallegum grænleitum jakka úr vönduðu ullarefni. Báðir lásu þeir ljóð enda var þetta á ljóðakvöldi og við sem hlustuðum glöddumst öll innilega í hjarta okkar. Þannig var stemningin. Ég ákvað að ganga stóra hringinn í hverfinu en það hafði ég ekki gert í nokkrar vikur, gott ef ekki fáeina mánuði. Jörð var auð eins og mestan part þennan vetur, skýjað og hægur vindur, stillt í skjóli. Náttúran var í vetrarlitum, sinan gulhvít og moldin dökk, lýst upp af grænum mosablettum hér og hvar. Allt var með kyrrum kjörum og hvert hús og hver steinvala á sínum stað. Enginn á ferli nema hvað bílar óku hjá. Þá sló vorinu niður í hausinn á mér. Það var að vísu enn í felum. Ekki farið að lauma sér í svala goluna og græn grös í janúar bera það ekki með sér. Þess í stað var vorið allt um lykjandi án þess að sýna sig. Hvít vetrarbirtan titraði af spenningi en lét ekkert uppi. Fyrirvaralaust helltist yfir mig botnlaust þakklæti. Í huganum kinkaði ég kolli til hverrar þúfu. Sama hvað gerist þá má alltaf treysta á vorið. Ekki fyrr en ég var nærri því komin heim, eftir að ganga yfir hæðina milli gatna sem enda á ­holt og ­kot, framhjá hesthúsahverfinu og Bökkum, yfir hæðina við Hólmatúnið og meðfram Kasthúsatjörn, ekki fyrr en ég var komin hálfa leiðina inn götuna heima áttaði ég mig á draumnum. Vorið kemur tvisvar í ár. 11.02.13 Gekk út Jörfaveginn í suðurátt. Kalt í veðri og róleg gola, auð jörð. Fram­ undan voru gullbrydd ský svo skar í augun og handan þeirra var himinninn ósmekklega beibíblár. Á okkar tímum myndi enginn málari skila honum svona á strigann, þótt þeir hafi ekki hikað við það fyrr á öldum og skreytt með svífandi englum í ofanálag. Á miðjum veginum kroppaði hrafn í fuglshræ, hrökklaðist í burtu þegar eineygður, silfurgrár bíll kom akandi. Í fjarska heyrðust innilokaðir hundar geltast á. Ég beygði í vestur við enda vegarins. Litirnir í skýjunum voru áfram yfirgengilega ýktir. Appelsínugult og blátt litað gráum, dreifðum strokum, skúraleiðingar í fjarska, kannski var það snjókoma. Það brast þegar ég steig á þunnt skæni í hófaförum, handan við varnargarðinn heyrðust þungir dynkir í öldunum. (dagsetningu vantar) 1. Þvottafjallið rís upp af hvítri hillu sem gegnir hlutverki línskáps. Alla vikuna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.