Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 53
Þ e g a r b l i n d g a t a n o p n a s t t i l a l l r a á t t a TMM 2014 · 4 53 […] hér eru allir meira og minna svangir. Þess heldur nærir hungrið bilunina og egnir fólk gegn sjálfu sér. Á Barðaströndinni einni hafa tvær vinnustúlkur nýlega týnt sér, önnur í kaldavermsl en hin réð sér bana með hálsskurði. Ég hef heyrt að ólánsamt unglingsgrey hafi fyrir skömmu kyrkt sjálft sig í axlaböndum sínum, allt út af hungri og sturlun. (bls. 8) Það er því ekki að undra að þunglyndi altekur klerk. En þá birtist, sem stundum fyrr í íslenskri bókmenntasögu, kona með ráð undir rifi hverju. Rannveig Ólafsdóttir, kona Björns stendur skyndilega inni á gólfi hjá honum með tvö unglingstetur, og fer þess á leit að hann mennti þau; skili til næstu kynslóðar þekkingu sinni á grösum. Þar eru þá komnar tvær af þeim þremur persónum sem fyrirferðarmestar reynast í sögunni auk Björns; sveinninn Scheving sem er í ölgerðarnámi og „bjartmynnt“ stúlka sem ber nafn Maríu guðsmóður og er áköf í að nýta náttúruna við matargerð. Það er ekki áhlaupaverk að hafa hetjuna upp úr þyngslum þegar veröldin leggst jafnkirfilega á hana og uppgjafaklerkinn á Setbergi. Þá ríður á að færa henni töfragripi sem heimt geta hana úr höndum trölla. Í Gestakom­ unum reynast það tveir konungsnautar sem Björn hefur haft með sér heim frá Kaupmannahöfn en ekki hirt um síðan. Það eru þó hvorki sverð né öxi heldur fágæt kartöfluútsæði og matreiðslubókin Urta kostir og kjötríkisins dægilegustu uppskriftir fyrir heldri manna fjölskyldur. Stúlkan bjartmynnta stingur uppá að þau haldi fyrir heldrimenn veislu sem af öllum öðrum beri og heitir því að allt verði gott á ný. Þegar hún hefur ásamt Scheving gert Birni stórveislur kvöld eftir kvöld upptendrast hann loks og tekur til við að viðra veisluáformin í bréfum til vina. Við bætist að sitjandi klerkur í Sauðlauksdal biður hann að leysa sig af meðan hann sigli og ljúki embættisprófi, þannig að Björn heldur með Maríu og piltinum, sem er að læra að breyta vatni í vín, aftur í Sauðlauksdal en felur konu sinni umsjón alla á Setbergi. Á leiðinni vitjar hann Boga Benediktssonar og Hrappseyjarprentsmiðju og gengur frá boðsbréfum til allra helstu embættismanna landsins; nú skal með hjálp Urta kostanna undirbúin sú veisla sem þeir einir sitja sem „hafa lærdóminn sem almúginn ber ekki skyn á“ og „skynja hver leiðin er út úr myrkrinu.“ (23) Þetta eru í sem stystu máli tildrög þeirra atburða sem Gestakomurnar segja frekast frá og Björn rekur fyrir Eggerti skáldi; atburðanna sem réðust af því að hinn blindi fékk sýn og tók að skrifa vini sínum. Eða með orðum Björns sjálfs: Eitt skal ég þó segja þér sem er hvati og fögnuður þessara síðbúnu skrifa til þín, mágur, þú sem átt öll þín bein í hafdjúpinu og fegurstan anda á himnum: sjónleysið hefur opnað mér nýjan heim þar sem birtan er skærri en í mót nokkurri stjörnu. (11–12)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.