Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 65
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a
TMM 2014 · 4 65
deilir um margt spegli með Martin Beck skötuhjúanna sænsku Sjöwahl og
Wahlöö, og boðaði hvað koma skyldi í íslenskum glæpasögum: Einmana og
miðaldra fráskildir menn sem eiga í stríðum samskiptum við börn sín og
umhverfi, gruflandi í glæpum sem tengjast oftast félagslegum meinum og
eru fullir fortíðarhyggju, enda sjálfir félagsleg viðrini og nátttröll.
Basil fursti var hins vegar langt frá því að hírast úlpuklæddur í blokk
aríbúð, kaffærður í gluggabréfum. Ýjað var að því í heftunum að Basil væri
rússneskur aðalsmaður, jafnvel náskyldur Nikulási II keisara, sem yfirgefið
hefði föðurland sitt nauðugur eftir byltinguna 1917. Í auglýsingu á einu
fyrstu heftanna sem út komu um Basil á frummálinu er honum lýst með
hástemmdum hætti, í lauslegri snörun minni svohljóðandi:
Hann heitir Basil fursti, meistari þúsund gerva, hinn tígullegi, hægláti heimsmaður.
Um hann gengur sá orðrómur að móðir hans hafi verið drottning í stærsta ríki
Evrópu, en enginn veit hið minnsta um hann í raun og veru, að því undanskildu að
hann er ótrúlega auðugur og einar sér bera lystihallir hans vítt og breitt um veröld
ina vitni um auðlegð sem hleypur nærri milljörðum.
Hann er einmana maður og í augum hans býr djúpstæð alvörugefni. Sagt er að kona
sú sem hann elskaði framar öllu öðru hér á jörðu í hreinræktaðri ástarþrá æskunnar
hafi svikið hann, og af þeim sökum sé hann íhugull og ómannblendinn. Enginn veit
hvort að þetta sé sannleikanum samkvæmt, en margt getur bent til þess.
Því er einnig fleygt að heimili hans sé skemmtiferðaskipið stóra á heimshöfunum
bláu, en það er ósatt. Hið raunverulega heimili hans er í sjóðheitum eyðimerkursand
inum. Hundruð verkamanna hafa lagt hönd á plóginn við byggingu heimilsins og
þegar það var tilbúið geymdi ævaforn pýramídi húsakynni sem teygðu sig frá efsta
oddi pýramídans langt niður í jörðina. Heimilið er ríkulega útbúið og hlaðið öllum
hugsanlegum þægindum og munaði nútímans, ásamt eigin síma og fjarskiptamið