Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 67
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a TMM 2014 · 4 67 þessum góðæristímum sveitadýrkunar: „Það er ekki til fallegri staður í heimi en Reykjavík heiðskýran [sic], sólríkan júnímorgun.“10 Steindór Sigurðsson sendi frá sér nokkrar litlar glæpasögur árið 1932, svo sem Dularfullu flugvélina, Son hefndarinnar og Leyndardóma Reykjavíkur, undir höfundarnafninu Valentínus, en synd er að segja að metnaðurinn hafi plagað þau verk að óþörfu. Sú glæpasaga sem næst nær máli var Allt í lagi í Reykjavík eftir Ólaf Friðriksson ritstjóra, sem notaði höfundarnafnið Ólafur við Faxafen. Ólafur hefur verið þokkalega forspár því að bókin greinir frá óprúttnum glæpamönnum sem einsetja sér að ræna Landsbankann.11 Ekki höfðu krimmar þess tíma þó hugarflug til að kaupa bankann heldur reyndu að grafa göng undir Hafnarstræti inn í peningahvelfingu hans. Bókin kom út árið 1939, sama ár og Basil fursti lét á sér kræla fyrst hérlendis. Basil fursti var þó ekki eins tiginn og forframaður og nafnið gaf til kynna. Hann kom út í ódýru prenti á slakan pappír um langt árabil og var það sem sumum þykir verra, danskur að uppruna. En það vissu kannski fæstir.12 Ráðgátur tengdar Basil vöfðust fyrir mörgum og urðu tilefni ótal bollalegginga um áratugaskeið. Árið 1984 skrifaði Sigurður G. Valgeirsson, þá blaðamaður á DV, áhugaverða grein um furstann og ævintýri hans og lagði m.a. í nokkra rannsóknarvinnu til að reyna að hafa upp á höfundinum. Í greininni segir meðal annars: Bragi Kristjónsson [fornbókasali], sem er mörgum bókavinum kunnur, gat engar ágiskanir haft um uppruna Basils. Hann sagði að bækurnar væru sennilega soðnar upp úr erlendum bókmenntum. Gengið hefðu sögur einsog að höfundur heftanna væru Kristmann Guðmundsson eða Ragnar í Smára. Það hefði líka verið talið af einhverjum að Árni Ólafsson, sá sem gaf út heftin, hefði samið einhver. Hann var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.