Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 71
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a
TMM 2014 · 4 71
vísindaskáldsögur, dýrabækur og
létt heimildarit. Danski bókasafns
fræðingurinn Jan B. Steffensen, sem
ritað hefur um Meyn, kveðst þeirrar
skoðunar að hann sé afkastamesti
höfundur Norðurlandanna fyrr og
síðar:
Ég get ekki sýnt fram á að Meyn hafi
verið afkastamesti glæpasagnahöf
undur Norðurlanda, en það kæmi mér
ekki á óvart. Auk eigin nafns skrifaði
hann undir alla vega 37 mismunandi
dulnefnum. Ég hef skráð ríflega 400
titla eftir hann, sem sannar ekki að
hann hafi verið sá afkastamesti, en
hann var altént gríðarlega afkasta
mikill. Ég er þeirrar skoðunar að Niels
Meyn sé í hópi mestu glæpasagnahöf
unda Danmerkur og tel tímabært að
kortleggja höfundarverk hans og setja
það í sögulegt samhengi25.
Meyn skrifaði til að þéna peninga og gerði sér engar grillur um virðingarsess
í bókmenntaheiminum, hvort sem þær bærðust með honum í upphafi eður
ei. Í Danmörku var mjög litið niður á reyfaraskrif fram á 9. áratuginn og í
raun naut Meyn meira álits t.d. í Svíþjóð en nokkru sinni í föðurlandinu.
Höfundarverk hans endurspeglar glöggt sannleikgildi hins fornkveðna að
afköst og gæði verða gjarnan andstæður. Hin mikla framleiðsla miðaði að
skjótri fjáröflun enda var hann lífsnautnamaður og ritlaunin runnu hratt til
þeirra lystisemda sem áttu hug hans hverju sinni. Meyn hafnaði víst aldrei
digrum vindli eða glasi af dýrðarinnar koníaki að sögn Steffensen:
Hann lifði fyrir daginn í dag og kærði sig kollóttan um morgundaginn eða lítil
sigldar hvunndagsraunir. Að því leyti er Meyn sígildur fulltrúi reyfarahöfunda. Hin
mörgu og ólíku höfundarnöfn tryggðu að hann gat dælt út sögunum sínum á sama
blússandi hraða og hann skrifaði þær. Stundum var fjárþörfin svo mikil að hann
skrifaði og seldi hugmyndir að sögum sem aðrir sáu svo um að ljúka.26
Meyn hafði ekki unnið lengi hjá Litteraturselskabet þegar hann uppgötvaði
að það var fljótlegra og meira upp úr því að hafa að skrifa sögurnar sjálfur
fremur en að þýða þær. Hann náði fljótlega fótfestu í framleiðslu á sjoppuheft
unum, sem fengu mikla útbreiðslu á öndverðri 20. öld í Danmörku og víðar,
enda auðgleypt léttmeti á spottprís. Voru dönsku sögurnar undir miklum
áhrifum af samsvarandi sögum sem Englendingar og Bandaríkjamenn gáfu
út og almennt kallast „pulp fiction“, nafngift sem vísar til hins grófa og