Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 71
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a TMM 2014 · 4 71 vísindaskáldsögur, dýrabækur og létt heimildarit. Danski bókasafns­ fræðingurinn Jan B. Steffensen, sem ritað hefur um Meyn, kveðst þeirrar skoðunar að hann sé afkastamesti höfundur Norðurlandanna fyrr og síðar: Ég get ekki sýnt fram á að Meyn hafi verið afkastamesti glæpasagnahöf­ undur Norðurlanda, en það kæmi mér ekki á óvart. Auk eigin nafns skrifaði hann undir alla vega 37 mismunandi dulnefnum. Ég hef skráð ríflega 400 titla eftir hann, sem sannar ekki að hann hafi verið sá afkastamesti, en hann var altént gríðarlega afkasta­ mikill. Ég er þeirrar skoðunar að Niels Meyn sé í hópi mestu glæpasagnahöf­ unda Danmerkur og tel tímabært að kortleggja höfundarverk hans og setja það í sögulegt samhengi25. Meyn skrifaði til að þéna peninga og gerði sér engar grillur um virðingarsess í bókmenntaheiminum, hvort sem þær bærðust með honum í upphafi eður ei. Í Danmörku var mjög litið niður á reyfaraskrif fram á 9. áratuginn og í raun naut Meyn meira álits t.d. í Svíþjóð en nokkru sinni í föðurlandinu. Höfundarverk hans endurspeglar glöggt sannleikgildi hins fornkveðna að afköst og gæði verða gjarnan andstæður. Hin mikla framleiðsla miðaði að skjótri fjáröflun enda var hann lífsnautnamaður og ritlaunin runnu hratt til þeirra lystisemda sem áttu hug hans hverju sinni. Meyn hafnaði víst aldrei digrum vindli eða glasi af dýrðarinnar koníaki að sögn Steffensen: Hann lifði fyrir daginn í dag og kærði sig kollóttan um morgundaginn eða lítil­ sigldar hvunndagsraunir. Að því leyti er Meyn sígildur fulltrúi reyfarahöfunda. Hin mörgu og ólíku höfundarnöfn tryggðu að hann gat dælt út sögunum sínum á sama blússandi hraða og hann skrifaði þær. Stundum var fjárþörfin svo mikil að hann skrifaði og seldi hugmyndir að sögum sem aðrir sáu svo um að ljúka.26 Meyn hafði ekki unnið lengi hjá Litteraturselskabet þegar hann uppgötvaði að það var fljótlegra og meira upp úr því að hafa að skrifa sögurnar sjálfur fremur en að þýða þær. Hann náði fljótlega fótfestu í framleiðslu á sjoppuheft­ unum, sem fengu mikla útbreiðslu á öndverðri 20. öld í Danmörku og víðar, enda auðgleypt léttmeti á spottprís. Voru dönsku sögurnar undir miklum áhrifum af samsvarandi sögum sem Englendingar og Bandaríkjamenn gáfu út og almennt kallast „pulp fiction“, nafngift sem vísar til hins grófa og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.