Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 75
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a
TMM 2014 · 4 75
Tilvísanir
1 Páll Theodór Sveinsson (1901 –1962) samdi fjórar frumsamdar barna og unglingabækur á
sjötta áratugnum undir dulnefninu Dóri Jónsson.
2 Konuræninginn er merkt sem fyrsta hefti í fjórðu bók og næstu tvö hefti á sambærilegan hátt,
þó að fjórða bókin kæmi aldrei út.
3 Ártalið er ögn á reiki, en flest bendir til ársins 1947.
4 Gunnar Gunnarsson: Gátan leyst. Margeir: lögreglusaga. Reykjavík 1979. Útg. Iðunn.
5 Kynningartexti á annarri síðu Fyrst Basil – Djævleklubben, útg. 1926. 3. hefti.
6 Sigurður G. Valgeirsson: „Basils fursta fræga nafn fögnuð alltaf vekur.“ DV, laugardaginn 1.
september 1984. 201. tbl. 74. árg.
7 Eric Hobsbawm: Öld öfganna. Reykjavík 1999. Útg. Mál og menning.
8 Jóhann Magnús Bjarnason: Vornætur á Elgsheiðum – sögur frá Nýja Skotlandi. Reykjavík 1910.
Útg. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonr.
9 Guðbrandur Jónsson (1888–1953) stundaði nám mestmegnis erlendis, einkum í kirkjuforn
fræði og kirkjusögu, auk almennrar menningarsögu. Hann skrifaði margar bækur um ólík
efni, var bókavörður, túlkur og þýðandi, kaþólskrar trúar og gekk meðal annars á fund páfa.
Heimildir eru um að hann hafi verið grunaður um njósnir fyrir Þjóðverja í seinni heims
styrjöld.
10 Einar Skálaglamm: Húsið við Norðurá. Alþýðublaðið laugardaginn 20. febrúar 1926.
11 Ólafur við Faxafen (Ólafur Friðriksson): Allt í lagi í Reykjavík – saga. Reykjavík 1939. Útgef
anda ekki getið.
12 Í samskrá íslenskra bókasafna, Gegni, er Basil fursti f lokkaður undir bandarískar bókmenntir
og heftin sögð þýðingar úr ensku, allt til endurútgáfu Vestfirska forlagsins 2012, þá eru þau
sögð þýdd úr dönsku.
13 Sigurður G. Valgeirsson: „Basils fursta fræga nafn fögnuð alltaf vekur.“ DV, laugardaginn 1.
september 1984. 201. tbl. 74. árg. Þess má geta að fyrirsögn greinarinnar er tilvitnun í svohljóð
andi vísu, sem birtist á bakhlið eins heftanna um Basil við endurútgáfu þeirra: „Heimilanna
sögusafn/ sorgir burtu hrekur,/ Basils fursta fræga nafn/ fögnuð alltaf vekur.“
14 Kringum 1960 kom út þriðja útgáfan af Basil fursta, og var um að ræða endurprentun á sömu
heftum og voru í upphaflegu bókunum annars vegar og hins vegar nokkrum lausum heftum,
alls 23 –24 hefti. Bláa þokan var fyrsta heftið af þeirri útgáfu og Gulldúfan númer 23. Síðan voru
endurprentuð rétt fyrir 1970 tvö hefti af Basil fursta í nútímalegri útgáfu og eru þau almennt
ekki hátt skrifuð af sönnum Basil fursta aðdáendum. Basil gekk síðan í endurnýjun lífdaga árið
2012 þegar Vestfirska forlagið hóf að gefa út hefti með sögunum, alls sjö hefti.
15 Magnea J. Matthíasdóttir: „Basil.“ Grein birt 30. apríl 2012. http://knuz.is/2012/04/30/basil
16 Í texta lagsins Sumarið 1968 eftir Bubba Morthens, segir m.a.: „Síða hárið var draumurinn,
en ég var dæmdur til að vera með bursta/ dagbjartar nætur fóru í að lesa Basil fursta.“ (Nóttin
langa, útg. 1989). Og í lagi Stuðmanna, Á skotbakkanum, segir m.a.: „Basil fursti blundar í mér/
Veistu hver ég er?“ (Six Geysirs & A Bird, útg. 2003)
17 Gunnar Lárus Hjálmarsson: Eru ekki allir í stuði? Reykjavík 2001. Útg. Forlagið.
18 Megas: Textar. Reykjavík 1991. Útg. Almenna bókafélagið.
19 Titlar heftanna eru lýsandi fyrir innihaldið og margir þeirra ómótstæðilegir. Nefna má: Hættu
leg hljómsveit, Maðurinn með tígrisaugun, Hýenur Lundúnaborgar, Dularfulla múmíu kistan,
Gimsteinn dauðagyðjunnar, Raunir Stellu, Dularfulla geðveikrahælið, Ambátt Indverjans,
Hjartalausi maðurinn, Falski knattspyrnumaðurinn, Guli kvennasalinn og Hefnd mormónans.
Að ógleymdri Í klóm pyntingarmunkanna.
20 http://www.althingi.is/raeda/133/rad20061124T150635.html
21 Á einum stað (sjá: http://www.sherlockiana.dk) rakst ég á tilgátu þess efnis að hugsanlegur
arftaki Heyn við ritun Basils hafi verið höfundur sem kallaði sig Harry Hansen, en ekkert hef
ég fundið um þann ágæta mann.
22 Sindri Freysson (ómerkt): „Höfundur hinna þekktu bóka um Basil fursta kominn í leitirnar.“
Morgunblaðið miðvikudaginn 2. mars 1994. 50. tbl. 82. árg.
23 Samkvæmt Dansk Bogfortegnelse gaf bókaforlagið Kora út fyrstu 64 heftin á árunum 1926–