Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 80
J ó n K a r l H e l g a s o n
80 TMM 2014 · 4
Blake, er á ferðalagi í Noregi þegar steinmennirnir af forsíðunni lenda þar
geimflota sínum. Erindi þeirra er að anda að sér súrefni sem fyllir þá ofur-
mannlegu afli og mun í fyllingu tímans gera þeim kleift að leggja jörðina
undir sig. Blake flýr undan risunum inn í helli þar sem hann finnur gamlan
trjálurk. Þegar hann slær lurknum í stein breytist hann í hamar en sjálfur
ummyndast læknirinn í þrumuguðinn Thor. Eftir að hafa æft sig í að beita
hamrinum, meðal annars til að kljúfa stóran trjábol, ræðst hann til atlögu
við óvinina, rekur þá af höndum sér og bjargar heiminum. Sögunni lýkur á
því að geimflaugarnar fljúga á braut við mikla furðu bandarísku NATO-her-
mannanna sem hafa verið kallaðir á vettvang.
Hugsanlega má líta á „Thor the Mighty and the Stone Men from Saturn!“
sem staðfærslu á þeirri áráttu Þórs í norrænum goðsögum að berja tröll.
Í Gylfaginningu segir að Þór sé „sterkastur allra guðanna og manna“ og
að á meðal gripa hans sé „hamarinn Mjölnir er hrímþursar og bergrisar
kenna þá er hann kemur á loft, og er það eigi undarlegt: hann hefur lamið
margan haus á feðrum eða frændum þeirra“.3 Í Þrymskviðu, sem fjallar um
afleiðingar þess að hamri Þórs er stolið af jötninum Þrym, kemur fram að
það velti á Mjölni hvort Æsir geti varist innrás úr Jötunheimum: „Þegar
munu jötnar / Ásgarð búa, / nema þú þinn hamar / þér um heimtir“, segir
Loki við Þór í kvæðinu.4 Í myndasögunni eru þessar aðstæður færðar úr
norrænum goðheimum fjarlægrar fortíðar inn í sólkerfi nútímans (Ásgarði
er breytt í Noreg og Jötunheimum í Satúrnus) og tengdar hernaðar umsvifum
Bandaríkjamanna á kaldastríðsárunum. Um leið er Þór lagaður að því
höfuð einkenni ofurhetjunnar að eiga sér hversdagslegt líf sem er afar frá-