Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 84
J ó n K a r l H e l g a s o n 84 TMM 2014 · 4 hamrinum mínum … Ég elti Loka yfir skýjabreiður – en hann fleygði hamrinum í fjalllendi fyrir neðan. Mér var refsað fyrir að láta Loka komist upp með þetta; ég var minnkaður í mannsstærð og gert að flakka um heiminn í leit að hamri mínum …12 Sögunni lýkur á því að Bard missir vitið en Thor endurheimtir hamar sinn og vex aftur í sína goðheimastærð. Lokaorð hans benda til að hann snúi brátt aftur á heimaslóðir til að hefna sín: „Ha, ha, ha, ha, hí! Loki! Ég er búinn að endurheimta hamarinn minn!“13 Hér er unnið allmarkvisst úr norræna goðsagnaarfinum. Ljóst er að Kirby (eða aðrir sem komu að gerð sögunnar) þekkti til hlutverks Þórs sem þrumu­ guðs og líka til goðsagnanna sem lýsa þeirri áráttu Loka að koma goðunum í bobba. Þekkt dæmi er frásögn í Skáldskaparmálum Snorra­Eddu af því þegar Loki lokkar Iðunni út í skóg og gerir jötninum Þjassa þar með kleift að nema hana á brott úr Ásgarði. Reyndar eru engar heimildir fyrir því að Loki hafi rænt Mjölni en þar sem Þrymskviða hefst í miðjum klíðum – Þór vaknar að morgni, finnur ekki hamar sinn og snýr sér beint til Loka sem er nærstaddur – er ekki útilokað að hann beri þar einhverja ábyrgð.14 Ákveðnari vísbending um tengsl Þrymskviðu og „The Magic Hammer“ eru viðbrögð Thors þegar hann fær hamarinn aftur í myndasögunni („Ha, ha, ha, ha, hí! Loki!“),sem bergmála lýsingu eddukvæðisins á Þór í sömu aðstæðum („Hló Hlórriða / hugur í brjósti“). Í þessum eldri sögum má vissulega finna ýmis atriði sem ganga aftur í „Thor the Mighty and the Stone Men from Saturn!“ en hér koma líka fleiri myndasögur til álita sem ekki tengjast nafni Jack Kirby. Fyrst skal nefna athyglisverða seríu sem birtist í tímaritinu Weird Comics árið 1940 undir titl­ inum „Thor God of Thunder“. Sögurnar voru merktar höfundarnafni Wright Lincoln, sem var hugsanlega dulnefni nokkurra ólíkra handritshöfunda, en almennt er talið að þær hafi verið teiknaðar af Pierce Rice (1916–2003), ungum listamanni sem átti eftir að vinna með Stan Lee á sjötta áratugnum.15 Í fyrstu sögunni kynnist lesandinn þrumuguðnum Thor sem horfir niður á jörðina ofan frá Ásgarði og sýnist að stríðshrjáð mannkynið hafi fulla þörf fyrir máttinn sem hann býr yfir.16 Beint er sjónum að hamri guðsins í þessu sambandi og sýnt hvernig hann getur framkallað bæði eldingar og þrumur. Af einhverjum ástæðum ákveður Thor að gera óframfærnum Bandaríkjamanni, Grant Farrel, kleift að breytast í þrumuguð þegar á þarf að halda. Farrel, sem klæðist hversdaglega jakkafötum, fer þá afsíðis og birtist skömmu síðar í gervi Thors. Það minnir fremur á klæðatísku Péturs Pan og Supermans en staðlað útlit víkinganna sem Kirby var svo upptekinn af; búningurinn samanstendur af mittisskýlu, uppháum skóm, skikkju sem gerir hetjunni kleift að fljúga og hjálmi með tveimur kringlóttum skífum.17 Þær sögur sem birtust um Farrel/Thor snúast annars vegar um vonleysis­ legar tilraunir þess fyrrnefnda til að ganga í augun á stúlkunni Glendu og hins vegar um annir þess síðarnefnda við að bjarga henni og mannkyninu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.