Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 97
19 91 TMM 2014 · 4 97 innstu herbergi íbúðarinnar ystu herbergin í blokkinni. Egill vissi ekki hvort gilti. Hann spurði foreldra sína en þeim virtist vera sama. Pétur Ættarnafn hlustaði bara á ghandarva veda tónlist. Sítartónlist sem Hreyfingin hafði gefið út á kassettum, síðan geisladiskum og merkt hvaða diskur átti við hvaða hluta dagsins. Stundum reyndi pabbi Egils að spila viðeigandi kass­ ettur til að koma heimilinu í jafnvægi. En það náði aldrei jafn góðu jafnvægi og Pétur. Síðast en ekki síst íhugaði Pétur tvisvar á dag. Alla daga. Sem var langmikilvægast. Lykillinn að öllu hinu. Það staðfestu þeir allir, Mikael, Maítrea og Immanúel. Mikilvægast er að íhuga. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af umhverfisvernd, Egill minn, sagði pabbi hans einu sinni þegar Egill krafðist þess að fjölskyldan hætti að nota bíl og hjólaði frekar milli staða. Það var fyrir vestan. Ef þú bara íhugar tvisvar sinnum á dag gerirðu miklu meira fyrir heiminn en allir þessir umhverfisverndarsinnar. En þú skalt ekkert vera að segja fólki frá því. Fólk veit ekki hvað íhugun er. Flestir rugla því saman við alls konar ólíka hugleiðslu. Fólk skilur ekki. Fólk vill ekki skilja. Pétur var bæði hávaxinn og breiður. Og hann var ekki með neina höku heldur rann andlitið saman við búkinn. Eins og á fiski. Hann var með lítinn munn. Op. En brosti mikið. Og sat nú af einkennandi lítillæti á klappstól úr eldhúsinu, tók ekki annað í mál. Mig langar kannski fyrst bara að spyrja, sagði pabbi Egils við Guð, hvort þú hafir einhver almenn ráð um það hvernig best sé að standa að svona fundum. Hvort við erum að gera þetta rétt. Guð þagði í svolitla stund. Hinir lægri guðdómar brostu stundum. Ekki þessi. Mamma Egils sat með lokuð augun og var strangari í framan en hún átti vanda til. Alvarleg. Loks sagði hún sem hann: Jú, þetta er gott, þetta er verðmæt þroskabraut og þið eruð á réttri leið. En númer eitt tvö og þrjú og sem þið megið aldrei gleyma er að halda áfram að íhuga. Það er kjarninn. Það er það sem skiptir mestu máli. Og þá villist þið ekki af leið. Og þá farið þið ekki af sporinu. Því það er ákveðin áhætta fólgin í að miðla. Það eru margir misjafnir andar. Sem geta birst. Og vilja eiga við ykkur erindi. Og íhugunin. Hún hjálpar ykkur. Að greina hið góða. Þegar mamma Egils talaði sem þeir eða þeir sem hún dýpkaði alltaf rómur hennar svolítið. Þeir töluðu hægar en hún og staðhæfðu af festu. Mamma Egils fullyrti aldrei neitt. Ekki án þess að bæta við: en ég segi nú bara svona. Eða: ég veit ekki hvað ég er að bulla þetta. Eða: en það eru áreiðanlega margar hliðar á þessu. Það kom fyrir að hún skipaði Agli og systkinum hans fyrir berum orðum en þá var hún orðin reið og sagði jafnvel viltu hunskast til að ryksuga eða setja þvottinn í körfuna eða koma fram af baðinu eða fara á fætur eða bíddu bara þangað til pabbi þinn kemur heim, hann verður ekki par hrifinn af þessu skal ég segja þér. Annars skipaði hún ekki heldur spurði: væri ekki best að? Ættum við kannski að? Heldurðu að það væri kannski rétt að? En þannig töluðu ekki andarnir. Guð sat þarna beinn í baki pollrólegur og svaraði spurningum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.