Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 99
19 91 TMM 2014 · 4 99 þurrir á manninn. Kannski star­struck. Guð var auðvitað frægastur af þeim. Nú þegar hann virtist með Agli í liði og hafði lagt nokkuð af mörkum til að Egill gæti endurheimt æru sína og gleði í félagsskap gömlu sálnanna í blokk­ inni spurði hann sjálfur næstu spurningar. Var Madonna Marilyn Monroe í síðasta lífi? Hvað segirðu? spurði Guð. Madonna. Söngkonan. Var hún Marilyn Monroe í síðasta lífi? Pabbi Egils brosti vandræðalega til Guðs og útskýrði. Strákurinn er að spyrja, það er þessi söngkona sem hefur stundum sagst í blaðaviðtölum hafa verið leikkonan Marilyn Monroe í síðasta lífi. Ætli hann sé ekki bara forvitinn. Í hvert sinni sem pabbi Egils leit af Guði og til Egils vék bros hans fyrir svip sem Egill vissi ekki hvort tjáði meiri reiði eða hneykslun, en hann gerði sér grein fyrir því að þessi spurning teldist ekki við hæfi þarna inni. Að líklega væri hún heimskuleg sóun á dýrmætum tíma Guðs og annarra. Hún kæmi jafnvel upp um lágkúrulegt hugarfar, líklega hefði hann átt að spyrja að einhverju allt öðru. Egill fann að hann hafði gert sig að fífli. Og pabba sinn. Frammi fyrir Guði. Egill skammaðist sín og þegar hann fann að hann roðnaði skammaðist hann sín fyrir það líka og roðnaði meira. Guð sagði eitthvað góðlátlegt en ræskti sig líka og gaf skýrt til kynna að þetta reyndi ekki minna á þolinmæði hans en pabbans. Frægt fólk segði alls konar og svo framvegis en Egill heyrði ekki allt svarið því hann var upptekinn af að hætta að skammast sín og roðna. Hann skreið ekki upp úr skömminni og vissi ekki hvað gerðist fleira fyrr en Guð var farinn, mamma hans búin að opna augun og fullorðna fólkið sem ól upp börn, keypti í matinn, æðraðist yfir lögfræðingum, fyrrverandi og húsfundum, hafði á orði hvert við annað hvað Guð hefði haft gríðarlega sterka nærveru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.