Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 100
100 TMM 2014 · 4 Soffía Bjarnadóttir Hugleiðing um Antonin Artaud (1896–1948) – og leikhús sem þráði að lækna grimmd veruleikans Í nafni alls sem stendur, nú meira en nokkru sinni, hjarta mínu næst, fagna ég frelsi Antonins Artaud, í heimi þar sem frelsið sjálft þarfnast endurfæðingar. Burt séð frá öllum veraldlegum afneitunum, legg ég traust mitt á hinn undraverða Antonin Artaud. Ég hylli Antonin Artaud sem af ástríðu og hetjuskap hefur snúið baki við öllu sem veldur því að við lifum lífinu sem látin værum. André Breton1 1. Láttu tár mín fylgja þér Í bréfi til vinar síns, Jean Paulhan, sem dagsett er 25. janúar árið 1936, skrifar Artaud að hann sé búinn að finna titil við hæfi á bók sína: Leikhúsið og tvífari þess; því ef leikhúsið er tvífari lífsins, þá er lífið tvífari hins sanna leikhúss.2 Listin er ekki endurspeglun heldur raunveruleg reynsla. Hún leitar sannleika í skynjun handan hugarflugs, samkvæmt Artaud. Hann setti samansemmerki milli reynslu af list og reynslu af trú og leit á leikhúsið sem mögulegan stað til að skynja, skilja og jafn vel lækna grimmd veruleikans. Grundvallarhugmynd Antonins Artaud var að bylta vestrænu leikhúsi, og þá fyrst og fremst hefðum natúralismans. Hann reis upp gegn ríkjandi leikhúshefð eins og fleiri leikhúsfrömuðir á fyrri hluta 20. aldar, vildi rífa ríkjandi leikhús niður sem hann taldi hafa gleymt hlutverki sínu. Hann vildi þurrka út hefðina og tók það sérstaklega fram að það væri ekki hlutverk leikhússins né eðli þess að endurspegla. Artaud snerist gegn fastmótuðum hugmyndum og grónum leikhúshefðum en endurnýjaði um leið gamlar hugmyndir, til að mynda hvað varðar katarsis. Hann snéri baki við frum­ spekinni líkt og Friedrich Nietzsche og lagði áherslu á einfalda merkingu andlegra gilda. Artaud var að öllum líkindum undir miklum áhrifum frá fyrstu verkum Nietzsche, þar sem listrænu innsæi er hampað á kostnað skynseminnar því einungis listin hafi aðgang að hinum leyndu víddum til­ verunnar.3 Orð Zaraþústra um sköpunaraflið og veg skapandans í verkinu Svo mælti Zaraþústra (1893–5) leiða hugann að Artaud:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.