Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 111
L e o n a r d C o h e n o g l e i t i n a ð K a n a d a TMM 2014 · 4 111 Hin nýja kanadíska þjóð var ekki ávöxtur langrar baráttu fyrir frelsi né heldur þeirrar viðleitni, sem var svo algeng í Evrópu á 19. öld, að drepa úr dróma tungumál og menningu. Svæðið átti sér ekkert sameiginlegt tungumál eða táknmyndir sem almennt samkomulag ríkti um.13 Evrópsku hefðirnar voru sterkar, og kanadískar bókmenntir drógu enn dám af bókmenntum gömlu álfunnar á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld. Og hefðirnar breyttust hægar í Kanada heldur en meðal stórþjóðanna þar sem þær voru upprunnar. þar en hinum megin við hafið. Bókmennta­ fræðingurinn Linda Hutcheon segir í yfirliti um bókmenntir tímabilsins: Fyrsta tímabilið sem hér er lýst er tími skáldsögunnar á fimmta og sjötta áratugnum þegar enn voru allsráðandi fremur íhaldssamar frásagnaraðferðir – jafnvel í sam­ burði við eldri skáldsögur frá Bretlandi, Frakklandi eða Bandaríkjunum.14 Á 7. áratugnum fara kanadísk skáld hinsvegar að rífa sig laus og fjalla um samfélagsleg vandamál samtímans, jafnt sem þau sýna aukinn áhuga á hinu sálræna. Meðal höfunda tímabilsins eru Margaret Atwood, Marie­Claire Blais, Robert Kroetsch og Michael Ondatjee. Með Flowers for Hitler er Cohen þar að auki farinn að leika sér að forminu, bókin inniheldur ekki aðeins prósaljóð, heldur jafnframt smásöguna „The Project“ og jafnvel stutt leikrit. Með næstu bók, Beautiful Losers, er formið síðan sprengt í tætlur. Cohen mjólkar Canada Eftirfarandi lýsing Arithu Van Herk á kanadískum bókmenntum minnir talsvert á íslenskar bókmenntir langt fram á 9. áratuginn: Kanadamenn eru heimsborgarar og flestir rithöfundar okkar búa í stórborgum. En samt er það svo að með nokkrum heiðarlegum undantekningum þá skrifum við ekki um það hvar við erum heldur hvar við vorum; við flytjum upprunann með okkur inn í stórborgina, og þetta gerir bókmenntir okkar mjög sérstæðar. Hvað sem líður öllum okkar stórborgarbrag … þá kunnum við enn að mjólka kýrnar. .15 Cohen er borgarskáld fyrst og fremst, en í skáldsögunni Beautiful Losers bregður hann sér út á land til hins „raunverulega“ Kanada og fjallar um frumbyggjana, en þá í gegnum innri texta fræðimanns sem býr í borg. Í fyrstu ljóðabókinni lítur hann framhjá goðsögnum frumbyggja eigin lands, en hér er bætt úr og vísað í guðinn Oscotarach í inngangi. Cohen ferðast aftur í kanadíska sögu og inn í goðsagnaheim frumbyggjanna. Hann er ekki lengur að segja sögur sem gerðust annarsstaðar, og um leið er hann að leita að eigin sjálfi. Bókmenntafræðingurinn Rosmarin Heidenreich segir að kanadískar bókmenntir hafi á tvennan hátt reynt að finna sérkenni sín. Annars­ vegar með því að nota erlendar fyrirmyndir og bókmenntahefðir til þess að lýsa kanadískum raunveruleika, og hinsvegar með því að takast á við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.