Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 111
L e o n a r d C o h e n o g l e i t i n a ð K a n a d a
TMM 2014 · 4 111
Hin nýja kanadíska þjóð var ekki ávöxtur langrar baráttu fyrir frelsi né heldur
þeirrar viðleitni, sem var svo algeng í Evrópu á 19. öld, að drepa úr dróma tungumál
og menningu. Svæðið átti sér ekkert sameiginlegt tungumál eða táknmyndir sem
almennt samkomulag ríkti um.13
Evrópsku hefðirnar voru sterkar, og kanadískar bókmenntir drógu enn dám
af bókmenntum gömlu álfunnar á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld.
Og hefðirnar breyttust hægar í Kanada heldur en meðal stórþjóðanna þar
sem þær voru upprunnar. þar en hinum megin við hafið. Bókmennta
fræðingurinn Linda Hutcheon segir í yfirliti um bókmenntir tímabilsins:
Fyrsta tímabilið sem hér er lýst er tími skáldsögunnar á fimmta og sjötta áratugnum
þegar enn voru allsráðandi fremur íhaldssamar frásagnaraðferðir – jafnvel í sam
burði við eldri skáldsögur frá Bretlandi, Frakklandi eða Bandaríkjunum.14
Á 7. áratugnum fara kanadísk skáld hinsvegar að rífa sig laus og fjalla um
samfélagsleg vandamál samtímans, jafnt sem þau sýna aukinn áhuga á hinu
sálræna. Meðal höfunda tímabilsins eru Margaret Atwood, MarieClaire
Blais, Robert Kroetsch og Michael Ondatjee. Með Flowers for Hitler er Cohen
þar að auki farinn að leika sér að forminu, bókin inniheldur ekki aðeins
prósaljóð, heldur jafnframt smásöguna „The Project“ og jafnvel stutt leikrit.
Með næstu bók, Beautiful Losers, er formið síðan sprengt í tætlur.
Cohen mjólkar Canada
Eftirfarandi lýsing Arithu Van Herk á kanadískum bókmenntum minnir
talsvert á íslenskar bókmenntir langt fram á 9. áratuginn:
Kanadamenn eru heimsborgarar og flestir rithöfundar okkar búa í stórborgum. En
samt er það svo að með nokkrum heiðarlegum undantekningum þá skrifum við
ekki um það hvar við erum heldur hvar við vorum; við flytjum upprunann með
okkur inn í stórborgina, og þetta gerir bókmenntir okkar mjög sérstæðar. Hvað
sem líður öllum okkar stórborgarbrag … þá kunnum við enn að mjólka kýrnar. .15
Cohen er borgarskáld fyrst og fremst, en í skáldsögunni Beautiful Losers
bregður hann sér út á land til hins „raunverulega“ Kanada og fjallar um
frumbyggjana, en þá í gegnum innri texta fræðimanns sem býr í borg. Í
fyrstu ljóðabókinni lítur hann framhjá goðsögnum frumbyggja eigin lands,
en hér er bætt úr og vísað í guðinn Oscotarach í inngangi. Cohen ferðast
aftur í kanadíska sögu og inn í goðsagnaheim frumbyggjanna. Hann er ekki
lengur að segja sögur sem gerðust annarsstaðar, og um leið er hann að leita
að eigin sjálfi.
Bókmenntafræðingurinn Rosmarin Heidenreich segir að kanadískar
bókmenntir hafi á tvennan hátt reynt að finna sérkenni sín. Annars
vegar með því að nota erlendar fyrirmyndir og bókmenntahefðir til þess
að lýsa kanadískum raunveruleika, og hinsvegar með því að takast á við