Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 121
R ó s i b r ó ð i r TMM 2014 · 4 121 „Du din jævla taper,“ gargaði hann á Kjell Kohlstadt, „Du kjörer som en jente, din tosk.“ Ég hafði ekki hugmynd um að Rósi kynni norsku, en hann lét sví virð ing­ arnar dynja á Norðurlandameistaranum og ég skildi ekki helminginn af því sem hann sagði. Ég skildi þó að ekkert af því var vel meint. Það voru ekki nema sextíu metrar eftir í markið, en ég var ennþá nokkrum skrefum á eftir Kjell. Það var eins og rigningin hefði líka ákveðið að taka ærlegan endasprett, því nú var hreinlega eins og hellt væri úr öllum heimsins fötum. Áhorfendur og fjölmiðlafólk hoppaði báðum megin brautarinnar og ég heyrði ærandi hróp, öskur og óhljóð, lúðrablástur og org. Og ég sá að þetta var vonlaust. Ég næði aldrei framúr Norðmanninum. Nema ég losaði mig við Rósa bróður. Þetta var ekkert endilega meðvituð ákvörðun, kæra vinkona, heldur miklu frekar eitthvað sem gerðist í hita leiksins. Kannski var það bara þessi gamli draumur minn sem tók af mér völdin augnablik. Ég sleppti tökunum á Rósa bróður og með snöggu átaki kastaði ég honum af bakinu á mér. Það kvað við skerandi neyðaróp. Rósi bróðir er lamaður, eins og þú veist, en viðbrögðin hjá honum láta ekki að sér hæða. Nánast um leið og ég fann fargið hverfa af bakinu á mér var gripið heljartaki um hægri ökklann. Ég missti jafnvægið og skall í malbikið. Hljóðin í mannfjöldanum urðu eins og öskrandi brim. Kjell Kohlstadt var kominn í mark á nýju Norðurlandameti, en enginn af nærstöddum tók eftir því. Allra augu voru negld á okkur Rósa. Allir fjölmiðlar stóðu á öndinni yfir þessu atviki. Fólki bar alls ekki saman um hvað hefði gerst, en flestir voru á því að ég hefði hlaupið keppinaut minn niður á síðustu metrunum til að reyna að tryggja mér gullið. Skyggnið hafði verið afar slæmt þegar atvikið átti sér stað, móða og regnvatn á linsum myndavélanna og engin leið að sjá hvað fram fór. Lögreglan bað sjónarvotta að gefa sig fram og þegar rúmlega níuhundruð manns höfðu verið yfir­ heyrðir var gefin út ákæra á mig fyrir lífshættulega líkamsárás. Allir miðlar birtu viðtöl við Rósa og enginn gat varist því að klökkna eða jafnvel háskæla þegar hann lýsti þeirri skelfingu að sjá draum sinn slokkna og gufa upp í einni sjónhendingu. Framhaldið þekkir þú alveg jafnvel og ég. Vistin hér á Hrauninu er alveg bærileg, en hver dagurinn þó öðrum líkur. Ég held mér í ágætu líkamlegu formi og reyni eftir bestu getu að láta gott af mér leiða. Margir af þeim sem hér sitja inni hafa séð villu síns vegar og eru staðráðnir í að verða nýtari og betri menn þegar vistinni lýkur. Ég hvet þá til að velja sér verðugar fyrir­ myndir og setja sér góð markmið. Öðru vísi verði draumar þeirra aldrei að veruleika. Það gladdi mig ósegjanlega þegar ungur skjólstæðingur minn, drengur innan við tvítugt, festi upp mynd af hetjunni sinni í klefanum sínum núna á dögunum. Það var myndin af Rósa bróður síðan í fyrra, þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.