Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 127
Á d r e pa TMM 2014 · 4 127 bolsévikar eða meirihlutamenn í rúss­ neska sósíaldemókrataflokknum. Það var fyrir röð af tilviljunum og strangt skipulag, að þeir urðu á endanum mestu ráðandi í byltingunni. Fjöldi alþýðufólks og mannvina um heim allan tók henni lengi vel af mikilli vongleði. Loksins átti að takast að byggja réttlátt þjóðfélag handa öllum almenningi og ugglaust hefur marga bolsévika dreymt um það í öndverðu. Innan þessa hóps voru hins­ vegar uppi margvíslegar skoðanir og reyndin varð sú að eftir nokkur ár höfðu valdafíklar náð undir sig öllum ráðum og tóku til við að útrýma skipu­ lega þeim sem upphaflega virðast hafa ætlað að berjast fyrir bættum hag almennings. Þessir sigurvegarar í byltingunni vildu á hinn bóginn ekki hleypa erlend­ um fjárplógsmönnum að auðlindum sínum, heldur sitja að þeim sjálfir. Af þeim sökum hömuðust málgögn hins frjálsa fjármagns á Vesturlöndum gegn Sovétskipulaginu með gagnrýni á kúgun, sem í sjálfu sér var alveg rétt­ mæt. Nokkrar hersveitir úr Vestur­Evr­ ópu höfðu barist gegn bolsévikum í borgarastyrjöldinni og fyrir bragðið ótt­ aðist Sovétforystan að fenginni reynslu innrás úr þeirri átt. Fangaráð Sovétforystunnar var ann­ arsvegar að efla hergagnaiðnað sinn og beita eigin verkalýð ómældri hörku í því skyni. Hinsvegar að hvetja hina róttæku hreyfingu verkalýðsins í öðrum heims­ hlutum til að styðja við bakið á sér sem hinu væntanlega veldi öreiganna. Nafni Sósíaldemókrataflokksins var meðal annars breytt í Kommúnistaflokk. Hin vestræna verkalýðsreyfing átti framar öllu öðru að hamla gegn hugsanlegum áformum um nýja innrás sem háð yrði undir því yfirskini að „frelsa rússneska alþýðu“. Enda létu engir verða af því, fyrr en þýskir athafnamenn, sem höfðu á sínum tíma orðið afskiptir í nýlendu­ kapphlaupinu, réðust þar inn undir for­ ystu nasista árið 1941. Og þá voru reyndar ekki liðnir nema tveir áratugir frá því Sovétríkin voru stofnuð. Blekkingin um sovéska verkalýðsrík­ ið hélst reyndar ekki á alþjóðavísu leng­ ur en tæpa fimm áratugi því í lok sjö­ unda áratugar 20. aldar voru flestir sósí­ alistar búnir að gefast upp á henni. Og það er auðvitað fráleit fullyrðing svo­ nefndra frjálshyggjumanna að sovéski óskapnaðurinn sé eini valkosturinn við markaðskerfið. Formbreyting nýlenduvelda Eftir miðja 20. öld öðluðust nýlendur stórvelda smám saman formlegt sjálf­ stæði eftir frelsisbaráttu sem hófst fyrir alvöru eftir síðari heimsstyrjöld. Tals­ menn þeirra nutu stuðnings vinstri sinna og verkalýðshreyfingar í Evrópu og ýmsir námsmenn fengu tækifæri til að sækja skóla í nýlenduveldunum og höfðu svipaða stöðu og íslenskir Hafn­ arstúdentar fyrr á öldum. Sovétríkin studdu frelsisbaráttu þeirra líka að vissu marki, ekki endilega af mannúðarástæð­ um, heldur af því að ráðamenn þeirra vildu veikja efnahag gömlu nýlenduveld­ anna svo að þau hefði síður bolmagn til að ráðast gegn sér. En þá árásarhættu virtust þeir hafa á heilanum, einsog reyndar ýmsir okkar megin gagnvart Sovétinu. Flest þessi nýju ríki urðu samt áfram efnahagslega og tæknilega háð fyrir­ tækjum í gömlu nýlenduveldunum, og auk þess reis upp innlend yfirstétt í stað hinnar erlendu. Átök innanlands í þess­ um nýju ríkjum, sem í fréttum voru oft túlkuð sem barátta almennings gegn spilltri yfirstétt, enduðu jafnan með því að einungis var skipt um yfirstétt. Þetta er vitaskuld að breyttu breytanda svipuð saga og gerst hafði í Evrópu nokkrum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.