Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 139

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 4 139 frásögnina en slíkt einkennir hins vegar frásagnarhátt Stúlku með maga þar sem Erla ferðast sífellt fram og aftur í tíma og dregur fram sögur úr gögnunum úr járnskápnum og blandar eigin hugleið­ ingum og minningabrotum. Þótt báðar bækurnar bregði upp mynd af íslensku samfélagi á miklum umbrotatímum þá er aldarfarsmyndin mun breiðari í Stúlku með maga og ræðst það af því að þar fá sögur forfeðranna meira rými en í Stúlku með fingur þar sem líf Unnar er alltaf í brennidepli. Hið sögulega efni hefur hins vegar yfirhöndina í Stúlku með maga þótt líf Erlu sé vissulega sá ás sem frásögnin spinnst um. Þótt hér að ofan hafi verið nefnt að sögur karlanna fái meira rými í bókinni en sögur kvennanna, vegna skorts á heimildum um þær, eru það engu að síður sögur um konur og hlutskipti þeirra sem brenna mest á sögukonu – og söguhöfundi. Sérstaklega áleitnar eru sögur mæðgnanna Erlu og Þórunnar Elínar Jónsdóttur, móður hennar. Báðar eru gáfaðar, menntaðar nútímakonur sem ná þó ekki að láta drauma sína ræt­ ast og hæfileika sína njóta sín. Og báðar glíma þær við óvæginn sjúkdóm sem þær lúta í lægra haldi fyrir. Þórunn móðir Erlu, sem er fædd á síðasta áratug nítjándu aldar, var bæði menntuð og sigld þegar hún kynnist tilvonandi manni sínum, Jóni Alexandersyni. Hún var kennaraskólagengin og hafði lesið bókmenntir í London. Hún er stutt­ klippt, klædd eftir nýjustu tísku og les Byron og er „til í allt nema trúlofun“ (250) í upphafi kynna þeirra Jóns. En þegar hún hefur gift sig þá verður hún, samkvæmt boðorði tímans, að pakka menntun sinni og reynslu niður og ger­ ast heimavinnandi húsmóðir. Jafnvel þótt þau hjónin eignist bara eitt barn – sýfilissjúkdómurinn sem hún fékk frá manni sínum kom í veg fyrir að fleiri börn fæddust – var það ekki talið til­ hlýðilegt að gift kona ynni úti, eins og með því væri gefið í skyn að eiginmað­ urinn gæti ekki einn séð fyrir fjölskyld­ unni. Þórunn laut nauðug boðorði tím­ ans en batt vonir við að hæfileikar dótt­ urinnar fengju betur að njóta sín. „Það er hörmung, Erla, að lifa í hjónabandi menntuð og fá ekki að vinna, fá ekki að vera maður“ (431) segir hún við dóttur sína þegar sú síðarnefnda á í sálarstríði vegna fjötra sem hún finnur í hjóna­ bandi sínu og er að íhuga skilnað: „Það er alveg hægt að jafna sig á karlmanni, Erla mín, þótt maður haldi það ekki“ (431). Hún er tilbúin að hjálpa dóttur sinni ef hún skilur við mann sinn, tveggja barna móðir: „Hún lofaði mér gulli og grænum skógum, að gæta barnanna svo að ég gæti klárað háskóla­ nám“ (431). En Erla afþakkar hjálpina, fer aftur til manns síns og eignast með honum fimm börn í viðbót áður en þau skilja þó að lokum; hann hefur fundið sér aðra og yngri konu. Þessi örlagasaga tveggja „nútíma­ kvenna“ er áhrifamikil, ekki síður en frásagnirnar af basli fyrri kynslóða og höfundi tekst vel að koma stríði þeirra til skila. Þá eru lýsingar hennar á sjúk­ dómsstríði Erlu sem fær krabbamein í andlitið og foreldra hennar sem glíma við sýfilis á fyrsta og öðru stigi, og að lokum því þriðja sem dregur Þórunni til dauða, hreinskilnar en nærgætnar og snerta lesanda djúpt. Einna öflugust er þó frásögnin af Erlu sem verður ófrísk í menntaskóla og vill hvorki hætta námi né eyða fóstri. Hún fær að gjalda þeirrar ákvörðunnar á útskriftardaginn þegar Pálmi rektor neitar að taka í höndina á henni þegar hann afhendir henni próf­ skírteinið – þótt hún hafi skilað afburða námsárangri og sé þriðja hæst í ein­ kunnum talið. Með lýsingunni á þeirri „pínlegustu stund lífsins“ hefur sögu­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.