Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 4 141 Kári Tulinius „… mitt á milli lífs og sögu“ Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga, JPV útgáfa 2013 Þegar flett er í gegnum gömul ljós­ myndasöfn þá er erfitt að velta því ekki fyrir sér að allt fólkið á myndunum sé dáið. Hver af þessum tvívíðu flötum varðveitir eitt einasta brotabrot úr sek­ úndu heillar ævi. Fólkið virkar oft óraunverulegt, enda ómögulegt að hleypa öllum þessum lifandi mannver­ um inn í sig. Það er yfirleitt ekki hægt þar sem sjaldan veit áhorfandinn nógu mikið um manneskjurnar sem þarna birtast til að geta tengst þeim. Nauðsyn­ legt er að lifa með fólki til að geta lifað sig inn í það og erfitt er að fá tilfinningu fyrir persónuleika ókunnrar manneskju með því að virða fyrir sér staka mynd. Til þess þarf meira til. Mun meira en þúsund orð. Í bók eru örlögin alltaf þau sömu í hvert skipti sem hún er lesin. Bækur eru eins og fortíðin að því leyti að ekkert fær þeim breytt. Þau sem deyja í lok bókar deyja alltaf í lok bókar. Og oft veit lesandinn löngu fyrr, jafnvel frá fyrstu síðu, að svo muni fara. Andartakið þegar lesandi binst feigri sögupersónu tilfinningaböndum er hræðilegt. Les­ andinn getur ekki annað en fylgt þessari persónu ofan í djúpið, laus við alla von en verður að lesa sig til enda. Þó að kannski líði margir dagar milli þess að bókin sé snert, þá er tíminn innan text­ ans alltaf sá sami. Eitt orð í einu, kafli eftir kafla, þar til komið er að síðasta greinarmerkinu. Á meðan finnur les­ andinn fyrir sting í hjartanu, sem verð­ ur nístandi þegar sögupersónan loks deyr. Í lestri mínum á Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga var andartakið tiltölulega seint í frásögninni, komið vel yfir miðju, þegar Óli Hilmar, elsta barn hjónanna Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar, er „tvö hundruð fet undir yfirborði“ jarðar og „gengur um hellana í hálfgerðum ‚trans‘.“1 Á þessu augnabliki hætti Óli að vera bara sagnfræðileg persóna fyrir mér og varð að lifandi barni sem átti sér þrívíða tilvist í huga mér, en var ekki bara mannvera á gamalli ljósmynd. Ég gat ekki lengur hugsað um hann sem fjarlæga sögulega staðreynd, heldur var þetta drengur af holdi og blóði sem, í lok bókarinnar, átti eftir að farast ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hvers vegna nákvæmlega þetta atvik varð til þess að Óli braust gegnum text­ ann og innst inn í huga minn er erfitt að segja. Ég gat sett þetta atvik í samband við eigin æsku, því ég man líka hve mikilfenglegir mér þóttu hellar sem barni, og líka í samband við æsku föður míns sem flutti ungur að árum með for­ eldrunum sínum til Bandaríkjanna. Líklega var þó lykilatriðið að ég hafði verið í textalegum félagskap við Óla og foreldra hans í hundrað blaðsíður. Þau voru orðin nokkuð hagvön í huga mínum og mér var farið að líka vel við fólkið. Ég var ekki lengur að lesa sagn­ fræði, heldur var ég orðinn að fylgdar­ manni fjölskyldu á leið til drukknunar. Sigrún, Friðgeir og Óli – Innflytjendasaga Höfundurinn hefði þess vegna getað gefið bók sinni undirtitilinn Innflytj­ endasaga. Já, eða bætt nafni Óla við hlið foreldra sinna, en hann er mættur til frásagnarinnar á undan föður sínum. Fyrsta árið sem foreldrar hans eru vest­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.