Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 146
D ó m a r u m b æ k u r
146 TMM 2014 · 4
stúlkan sem sá um bræðurnar Óla og
Sverri. Fékk hún að vita að þeir hefðu
drukknað? Það er ólíklegt að hún hafi
verið í tengslum við nokkurn sem hefði
fregnað slíkt. Hugsaði hún til íslensku
drengjanna og foreldra þeirra síðar á
ævinni? Lifðu þessir drengir í huga
hennar, uxu úr grasi og komust til
manns? Hvað ímyndaði sér hún að þeir
myndu verða? Það er ómögulegt að
segja. Og kannski dó Marjorie langt
fyrir aldur fram. Það er ómögulegt að
segja neitt um það sem engar heimildir
eru til um, það líf sem er utan sögunnar.
Tilvísanir
1 Bls. 106. Allar tilvísanir eru í Sigrún og
Friðgeir – Ferðasaga, 3. útg., JPV útgáfa,
Reykjavík, 2014.
2 Bls. 9. Nafn skipsins er misritað „City of
Bernares“ í Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga.
Annars fer lítið fyrir villum af nokkru tagi,
allavega af þeirri sort sem þessi ósagnfræði
menntaði lesandi gat fundið.
3 Bls. 55.
4 Bls. 109.
5 Bls. 110.
6 Bls. 39.
7 Bls. 26. Reyndar saknaði ég þess í bókinni að
ekki kom betur fram að faðir Friðgeirs, Óli
G. Halldórsson, efnaðist á verslun á Ísafirði.
Í frásögn höfundar er alveg sleppt að útskýra
hvernig piltur sem fæddist á jafn harðbýlum
bæ hefur efni á því að ganga menntaveginn.
8 Bls. 63–4. Svo það sé á hreinu, þá efast ég
ekki um það að hugsanir Friðgeirs hafi verið
á þann veg sem höfundur segir. Vitnað er í
bréf hans til tengdaföður síns, sem og dag
bók þeirra hjóna.
9 Bls. 94.
10 Bls. 95. Samkvæmt neðanmálsgrein 4 í sjötta
kafla er þetta „lauslega byggt á ljósmynd úr
safni Guðrúnar Ísleifsdóttur og Sigurðar
Briem.“ Ekki er tekið fram að myndin á
blaðsíðu 94 sé myndin sem átt er við, en
lýsingin gefur það sterklega til kynna.
11 Bls. 134.