Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 5
K o n a f e r í s t r í ð TMM 2018 · 3 5 Andri Snær Magnason Kona fer í stríð I. Mr. Skallagrímsson „Þórdís gekk til máls við Egil, frænda sinn, var þá mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti hann, þá spurði hún: „Er það satt, frændi, er þú vilt til þings ríða? Vildi eg, að þú segðir mér, hvað væri í ráðagerð þinni.“ „Eg skal segja þér,“ kvað hann, „hvað eg hefi hugsað. Eg ætla að hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungur gaf mér, er hvor- tveggja er full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast; síðan ætla eg að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt, ef allir skipta vel sín í milli, ætla eg, að þar myndi vera þá hrundningar, eða pústrar, eða bærist að um síðir, að allur þingheimurinn berðist.“ Þórdís segir: „Þetta þykir mér þjóðráð, og mun uppi, meðan landið er byggt.““ Heimild: Egils saga Skalla-Grímssonar, 85. kafli. II Egill hannar rammaáætlun Stundum finnst mér eins og Egill Skallagrímsson hafi hannað Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls. ,,Nú skulum við fara í hverja einustu sveit á landinu þar sem vatnsfall rennur og sá silfrinu yfir byggðina. Setjum lögin þannig að sá sem á fossinn fær allt silfrið. Sá sem á ána sem flæmist um eyrina fær ekkert. Sá sem aðeins dýrkar fossinn er ekki aðili að málinu.“ III Göfugi villimaðurinn ,,Náttúrubarnið ekur inn á hringtorgið milli Rúmfatalagersins og Toys R‘us. Hann sér hvernig merlar á döggina svo kóngurinn á Smáralind er gljáandi í morgunroðanum. Brátt kemur brundtíð hjá kaupmönnum hugsar hann með sér. Mávarnir sem sækja í frönskurnar kringum Metro hafa flykkst að bíla- stæðinu hjá Spot og komnir í gott æti eftir menntaskólaball gærkvöldsins þar sem unglingsstelpur spýja eins og múkkar. Hann skiptir um stöð á útvarpinu og heyrir jólaauglýsingu frá IKEA, hún kveikir í honum einskonar beyg, TMM_3_2018.indd 5 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.