Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 5
K o n a f e r í s t r í ð
TMM 2018 · 3 5
Andri Snær Magnason
Kona fer í stríð
I. Mr. Skallagrímsson
„Þórdís gekk til máls við Egil, frænda sinn, var þá mest gaman Egils að ræða
við hana. Og er hún hitti hann, þá spurði hún: „Er það satt, frændi, er þú vilt
til þings ríða? Vildi eg, að þú segðir mér, hvað væri í ráðagerð þinni.“
„Eg skal segja þér,“ kvað hann, „hvað eg hefi hugsað. Eg ætla að hafa til
þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungur gaf mér, er hvor-
tveggja er full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til Lögbergs, þá
er þar er fjölmennast; síðan ætla eg að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt,
ef allir skipta vel sín í milli, ætla eg, að þar myndi vera þá hrundningar, eða
pústrar, eða bærist að um síðir, að allur þingheimurinn berðist.“
Þórdís segir: „Þetta þykir mér þjóðráð, og mun uppi, meðan landið er byggt.““
Heimild: Egils saga Skalla-Grímssonar, 85. kafli.
II Egill hannar rammaáætlun
Stundum finnst mér eins og Egill Skallagrímsson hafi hannað Rammaáætlun
um nýtingu vatnsafls. ,,Nú skulum við fara í hverja einustu sveit á landinu
þar sem vatnsfall rennur og sá silfrinu yfir byggðina. Setjum lögin þannig
að sá sem á fossinn fær allt silfrið. Sá sem á ána sem flæmist um eyrina fær
ekkert. Sá sem aðeins dýrkar fossinn er ekki aðili að málinu.“
III Göfugi villimaðurinn
,,Náttúrubarnið ekur inn á hringtorgið milli Rúmfatalagersins og Toys R‘us.
Hann sér hvernig merlar á döggina svo kóngurinn á Smáralind er gljáandi í
morgunroðanum. Brátt kemur brundtíð hjá kaupmönnum hugsar hann með
sér. Mávarnir sem sækja í frönskurnar kringum Metro hafa flykkst að bíla-
stæðinu hjá Spot og komnir í gott æti eftir menntaskólaball gærkvöldsins þar
sem unglingsstelpur spýja eins og múkkar. Hann skiptir um stöð á útvarpinu
og heyrir jólaauglýsingu frá IKEA, hún kveikir í honum einskonar beyg,
TMM_3_2018.indd 5 23.8.2018 14:19