Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 15
K o k t e i l b a r i n n
TMM 2018 · 3 15
Sverrir Norland
Kokteilbarinn
Jæja, þá var loksins komið að því: fyrsta prívat stefnumótinu þeirra síðan
litli engillinn/skrímslið leit dagsins ljós. Jafnvel þótt kokteilbarinn væri
í aðeins hálfrar mínútu fjarlægð frá íbúðinni þeirra á þriðju hæð hafði
þeim ekki enn gefist færi á að tylla sér þar yfir snotru, sumarlegu hana-
stéli meðal allra vel nærðu, fallegu hipsteranna sem strax frá vígsludegi
barsins skutu á hverju kvöldi upp kollinum eins og gorkúlur til að mynda
þéttan kjarna fastagesta.
Opnunarkvöld barsins höfðu þau hlustað, ívið afbrýðisöm, á hlátra-
sköll og glaðværar raddir berast inn í svefnherbergið til þeirra, og þegar
litla stúlkan var loks sofnuð, tárvot og með hendur krepptar um háls-
inn á bangsanum sínum, bryddaði hann upp á þeirri hugmynd að þau
skytust niður í einn drykk. Já, hvers vegna ekki? Sú litla svæfi vært og
djúpt í rimlarúminu, hvað gæti svo sem gerst, loftsteinn komið á ógnar-
hraða gegnum þakið og hæft hana? Bara einn stuttan drykk, ítrekaði
hann vongóður.
Í fyrstu tók hún alls ekki svo illa í tillöguna. Þau höfðu ekki farið tvö
ein á stefnumót frá því að barnið fæddist, hún dauðsaknaði þess að slaka
á innan um annað fullorðið fólk án þess að þurfa látlaust að fylgjast með
smávöxnum fingrum, spriklandi fótum, áfjáðum í að mölbrjóta disk eða
bolla. En þegar þau voru komin fram í anddyri, rjóð í kinnum af eftir-
væntingu og prakkaraskap, hún með varalitinn, hann með skóhornið,
runnu á hana tvær grímur.
Nei, ég kann ekki við að skilja hana eftir eina, sagði hún niðurlút, við
förum seinna, ég gæti hvort sem er ekkert slappað af.
Æ, þetta hræðilega orð, „seinna“! – prýðir það ekki annan hvern leg-
stein? Hann kinkaði dauflegur kolli. Jú jú, þú hefur rétt fyrir þér eins
og alltaf, auðvitað skiljum við barnið ekki eftir eitt og eftirlitslaust og
dettum í það á barnum, hvers konar foreldrar værum við þá? Seinna.
TMM_3_2018.indd 15 23.8.2018 14:19