Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 15
K o k t e i l b a r i n n TMM 2018 · 3 15 Sverrir Norland Kokteilbarinn Jæja, þá var loksins komið að því: fyrsta prívat stefnumótinu þeirra síðan litli engillinn/skrímslið leit dagsins ljós. Jafnvel þótt kokteilbarinn væri í aðeins hálfrar mínútu fjarlægð frá íbúðinni þeirra á þriðju hæð hafði þeim ekki enn gefist færi á að tylla sér þar yfir snotru, sumarlegu hana- stéli meðal allra vel nærðu, fallegu hipsteranna sem strax frá vígsludegi barsins skutu á hverju kvöldi upp kollinum eins og gorkúlur til að mynda þéttan kjarna fastagesta. Opnunarkvöld barsins höfðu þau hlustað, ívið afbrýðisöm, á hlátra- sköll og glaðværar raddir berast inn í svefnherbergið til þeirra, og þegar litla stúlkan var loks sofnuð, tárvot og með hendur krepptar um háls- inn á bangsanum sínum, bryddaði hann upp á þeirri hugmynd að þau skytust niður í einn drykk. Já, hvers vegna ekki? Sú litla svæfi vært og djúpt í rimlarúminu, hvað gæti svo sem gerst, loftsteinn komið á ógnar- hraða gegnum þakið og hæft hana? Bara einn stuttan drykk, ítrekaði hann vongóður. Í fyrstu tók hún alls ekki svo illa í tillöguna. Þau höfðu ekki farið tvö ein á stefnumót frá því að barnið fæddist, hún dauðsaknaði þess að slaka á innan um annað fullorðið fólk án þess að þurfa látlaust að fylgjast með smávöxnum fingrum, spriklandi fótum, áfjáðum í að mölbrjóta disk eða bolla. En þegar þau voru komin fram í anddyri, rjóð í kinnum af eftir- væntingu og prakkaraskap, hún með varalitinn, hann með skóhornið, runnu á hana tvær grímur. Nei, ég kann ekki við að skilja hana eftir eina, sagði hún niðurlút, við förum seinna, ég gæti hvort sem er ekkert slappað af. Æ, þetta hræðilega orð, „seinna“! – prýðir það ekki annan hvern leg- stein? Hann kinkaði dauflegur kolli. Jú jú, þú hefur rétt fyrir þér eins og alltaf, auðvitað skiljum við barnið ekki eftir eitt og eftirlitslaust og dettum í það á barnum, hvers konar foreldrar værum við þá? Seinna. TMM_3_2018.indd 15 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.