Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 21
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n
TMM 2018 · 3 21
Normandí og var aðeins 15 ára gömul þegar hún giftist François de la Motte,
barón af Aulnoy sem var einum 30 árum eldri en hún. Það fór fljótt að bera
á erfiðleikum í sambandi þeirra og fjárhagskröggum sem enduðu illa. Mme
d‘Aulnoy fléttaðist inn í samsæri og svik, var um tíma tekin til fanga, og lítið
er vitað um ferðir hennar um tuttugu ára skeið eða til 1690 þegar hún kom til
Parísar þar sem hún opnaði sinn eigin salón. Hún lést árið 1705, 55 ára gömul.
Mme d’Aulnoy samdi ekki bara ævintýri, hún var fræg fyrir endurminn-
ingar sínar og skáldsögur hennar nutu mikilla vinsælda; hún hefur líklega
ekki átt von á því að ævintýrin ættu eftir að halda nafni hennar á lofti. Eins og
algengt var á þessum tíma þegar konur áttu í hlut komu verk Mme d’Aulnoy
ekki út undir hennar rétta nafni. Hún kallaði sig Mme D** og fjallað var um
hana undir því nafni í bókmenntatímaritum sem fóru fögrum orðum um
sögur hennar; þær smellpössuðu inn í stíl og hugmyndafræði salónanna sem
voru ríki kvenna. Stíll kvennanna var gjarnan skreyttari og langorðari heldur
en karlhöfunda og það kom fyrir að hæðst væri að konum fyrir þá tilgerð sem
stundum þótti einkenna skrif þeirra og orðaval. Þetta er ef til vill ein ástæða
þess að konur kusu oftast að skrifa undir dulnefni – þótt allir vissu hvert
rétta nafn höfundarins væri. Þetta á til að mynda við um Mme de Lafayette,
höfund hinnar frægu skáldsögu La princesse de Clèves (Prinsessan af Clèves).
Hún setti nafn sitt ekki við neitt verka sinna sem þó voru skrifuð í klassískum
stíl og voru fáguð og hnitmiðuð á sinn hátt.
Árið 1697 var stórt ár í sögu franska ævintýrsins, Sögur gæsamömmu eftir
Perrault voru gefnar út, Mlle de La Force skrifaði Les Contes des contes (Ævin-
Teikningin af Fríðu og Dýrinu er eftir Walter Crane (1845–1915).
TMM_3_2018.indd 21 23.8.2018 14:19