Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 23
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n TMM 2018 · 3 23 lendir í margvíslegum hremmingum á ferðum sínum um heiminn og geiminn. Franskar konur héldu áfram að skrifa ævintýri á 18. öld og það er þá sem sagan um Fríðu og Dýrið leit dagsins ljós. Sagan er gömul, C gerð af týpu AT425 (Leitin að týnda eiginmanninum) samkvæmt alþjóðlegri atriðaskrá Aarne-Thompson, og fleiri en 1100 útgáfur hafa verið skrásettar um allan heim.13 Meðal þeirra er sagan um Amor og Psyche sem finna má í Gullasnanum eftir Apuleios sem uppi var á 2. öld. Grunnurinn er frásögn af ungri stúlku sem neyðist til að giftast skrímsli sem reynist svo vera prins/guð í álögum eða dulargervi. Sagan var gefin út í Frakklandi á árunum 1740–1741 í verkinu La Jeune Américaine et les contes marins (Unga ameríska konan og sögurnar af sjónum) eftir Mme Gabrielle de Villeneuve, og er gerð hennar sú sjötta í röðinni af rúmlega 120 frönskum gerðum sögunnar.14 Í áðurnefndu ævintýrasafni Mme d’Aulnoy, Contes, er til að mynda að finna ævintýri sem talið er að Mme de Villeneuve hafi ef til vill stuðst við; það er sagan Le mouton (Hrúturinn), en það er ekki fyrr en í sögu Mme de Villeneuve að unga stúlkan fær nafnið Belle, Fríða. Lítið er vitað um Mme de Villeneuve. Hún fæddist árið 1685 og var dóttir lögmanns sem lést þegar hún var 17 ára gömul. Hún og systur hennar lentu í deilum við móðurina vegna föðurarfsins og síðar þurfti hún að standa vörð um eignir sínar andspænis eiginmanni sínum sem stundaði peningaspil og sóaði fjármunum þeirra hjóna. Hún eignaðist eina dóttur og varð ekkja 26 ára gömul. Ekki er vitað hvenær hún fluttist til Parísar þar sem hún gerðist ráðs- kona hjá Crébillon eldri, þekktu harmleikjaskáldi sem þá var ekkjumaður, og þar vann hún þar til hún lést árið 1755, sjötíu ára gömul. Þar samdi hún líka verk sín og gaf þau út. Þrátt fyrir frægð og frama kaus Crébillon að lifa einföldu lífi; sagt er að húsið hafi verið óhreint, hann hafi reykt án afláts og kettir og hundar hafi gengið þar inn og út. Þeim Crébillon og Mme de Ville- neuve mun hafa komið vel saman og talið er að það jákvæða viðhorf til dýra sem kemur fram í verkum hennar, til dæmis í Fríðu og Dýrinu, gæti hafa mótast af þessum félagsskap. Mme de Villeneuve sendi frá sér bæði ævintýri og skáldsögur sem gefin voru út undir nafninu Mme de V*** eða Mme de ***. Fríða og Dýrið er þekktasta verk hennar í dag þótt þessi gerð ævintýrsins hafi fallið í gleymsku á 18. öld og ekki komið aftur fram í dagsljósið fyrr en tveimur öldum síðar.15 La Jeune Américaine et les contes marins er rammafrásögn: Ung stúlka er á siglingu ásamt unnusta sínum frá Frakklandi til frönsku nýlendunnar Saint- Domingue, sem fékk síðar nafnið Haítí, og til að stytta sér stundir segja farþegar hver öðrum sögur meðan á ferðinni stendur. Sú fyrsta af þremur er Fríða og Dýrið, sögð af herbergisþernunni Mlle de Chon. Samtímamenn höfundar hrifust af verkinu, einkum sögunni um Fríðu og Dýrið, en þegar La Jeune Américaine et les contes marins var endurútgefið árið 1765 skrifaði Grimm, ritari hertogans af Orléans: TMM_3_2018.indd 23 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.