Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 38
Wa n g S h u h u i 38 TMM 2018 · 3 sem gefur til kynna að kona með nýjar hugsanir sem flýr heimilið eigi ekki annarra kosta völ en gerast gleðikona. Bókmenntafræðingur í Shanghæ heldur því fram að í annarri þýddri gerð leikritsins snúi Nóra aftur heim. Enginn annar hefur séð þessa gerð. En það er skynsamleg tilhugsun að Nóra hafi um tvær leiðir að velja: snúa aftur heim eða selja sig í vændi. Fugl er ófrjáls í fuglabúri, en þegar hann er kominn út í heiminn þá koma fálkar, kettir og aðrir vargar. Ef þessi fugl er búinn að vera svo lengi í búrinu að hann hefur gleymt hvernig eigi að fljúga, þá er hann í lífshættu. Dauðinn er ekki rétta leiðin. Fyrirlesturinn heldur svo áfram að segja að samfélagslegar ástæður séu ekki tilbúnar fyrir uppreisn Nóru. Lykilatriði er einfaldlega það að konur eru ekki efnahagslega sjálfstæðar. Þótt Nóra vakni af draumi á hún enga útgönguleið. Þessi löngun og þrá í Nóru að losna úr stöðu dúkkunnar mætir andspyrnu samfélagsins. Þá eiga konur með nýjar hugsanir ekki von á öðru en vonbrigðum og sársauka. Konur í því ástandi eru eins og „fiskur á sandi“, og fiskur á sandi þarf að berjast fyrir vatni. Efnahagslegt sjálfstæði verður fyrsta skref og ýmis önnur réttindi koma á eftir. Lu Xun benti svo á að það er í rauninni gríðarlega erfitt að berjast fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Deilur og átök eru óhjákvæmileg, og þrautseigja er nauðsynleg. Fyrirlestur Lu Xun var mjög frumlegur á sínum tíma. Frábær hugmynd en það er erfitt að framkvæma hana. Hundrað árum eftir að leikritið hans Ibsens var frumsýnt orti Vilborg til Nóru: „Það hefur harðnað á dalnum / og samkvæmt venju / bitnar atvinnuleysi ævinlega fyrst á konum. … Nei, góða mín, far þú aftur út í myrkrið.“ 24. október 2016, þegar íslenskar konur hættu að vinna kl.14:38, bentu með því á að laun kvenna væru tæplega 80% launa karla og kölluðu eftir kjara- jafnrétti, birtust fréttir af því í kínverskum samfélagsmiðli. Vinkonur mínar í Beijing sögðu: íslenskar konur eru frábærar! Ein sagði: heimsins bestu en fá samt aðeins 8 stig. 4 Árið 1925 birti Lu Xun smásöguna „Sært og dautt“. Ungur maður, Sheng, og ung kona, Zijun, voru ástfangin. Bæði voru framsækin og dýrkuðu frelsi í ástum, vildu alls ekki hin hefðbundnu skipulögðu sambönd í höndum for- eldra og hjónabandsmiðlara. (Þetta var atvinnugrein í Kína í gamla daga og er ennþá; miðlarinn gengur á milli tveggja fjölskyldna og reynir að stofna til hjónabands milli einstaklinga.) Þau ákváðu að flytja saman og stofna kjarna- fjölskyldu, þótt þau ættu í mjög miklum erfiðleikum með að finna leiguhús- næði, enda vildi fólk ekki leigja ógiftu, lauslátu pari eins og Sheng og Zijun. Svo voru þau alltaf litin hornauga af nágrönnum. „Ég á sjálfa mig, þau hafa ekkert að segja um mín mál,“ sagði Zijun ákveðin. Sheng var mjög stoltur af henni, sá jafnvel bjarta framtíð kínverskra kvenna í henni. Innan veggja heimilis þeirra var sældarlíf, fullt af ást og hlýju. Hann starfaði sem ritari hjá TMM_3_2018.indd 38 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.