Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 42
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 42 TMM 2018 · 3 Sigurður Skúlason Að leika Shakespeare Hugleiðing um form „Stakhendan er tæki til að hjálpa leikaranum.“ (John Barton) William Shakespeare á undir högg að sækja í íslensku leikhúsi. Og hefur reyndar alltaf átt. Verk hans gera miklar kröfur, jafnt að innihaldi sem formi. Kannski meira að formi en inntaki. Við nútímafólk þykjumst almennt ekki hafa tíma og gefum okkur ekki tíma til að hugleiða í alvöru krefjandi umfjöllun um tilvist mannsins og eðli í bundnu máli. Eða höfum við kannski ekki áhuga á því? Við viljum fyrst og fremst láta skemmta okkur og upplifa spennu, við viljum gleyma okkur, ekki finna fyrir okkur eins og við erum, af því að við erum ekki sjálfum okkur nóg. Þannig að þegar við leikum Shakespeare reynum við að nútímavæða hann eða á einföldu máli: gera hann aðgengilegri. Við reynum sem sagt að gera hann að góðri afþreyingu með því að þynna hann út. Og við byrjum á forminu. Tilskipan dagsins virðist alla jafna vera: burt með bragarháttinn! Við þekkjum þetta ekki, við skiljum þetta ekki, þetta er allt of mikið vesen. Hvað kemur okkur stakhenda við? Hræðsla okkar við stakhenduna og við bundið mál yfirhöfuð helst í hendur við stöðugt vaxandi vanrækslu við texta í leikhúsi almennt og um leið fram- sögn (sem reyndar er efni í aðra grein). Á undanförnum árum og áratugum hefur texti og framsögn stöðugt látið undan fyrir sjónrænum þáttum í leik- húsi. Leikhúsið vill vera með í þróuninni (lesist: vinsældakapphlaupinu) og hefur tekið upp á því að reyna að herma eftir bíói og sjónvarpi. Textinn hættir að vera meðal þess sem er miðlægt í verkinu og flutningi þess og hin ytri umgjörð – leikmynd, búningar, gervi, lýsing, tónlist, dans, fimleikar, hljóð- mynd, brellur og reykur – skiptir jafnmiklu máli, gott ef ekki meira máli en texti verksins í mörgum tilfellum. Eitt dæmi um þetta er að æfingatímabilið með leikurum hefst þegar aðrir aðstandendur sýningarinnar eru búnir að kortleggja útfærslu hennar og útlit; búnir að vinna hugmyndavinnu hvað varðar útlit leikaranna, búninga og gervi, og leikmyndina, og leggja niður- stöður sínar fram á fyrstu eða annarri æfingu. Áður en látið er reyna á verkið/ textann í vinnu með leikurum (sem eru höfuðatriði hverrar leiksýningar) er búið að komast að niðurstöðu um umgjörð hennar. TMM_3_2018.indd 42 24/08/2018 09:03
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.