Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 47
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e TMM 2018 · 3 47 Fleiri algeng frávik frá reglulegri jambahrynjandi felast í því að tvíliðum er snúið við í upphafi línu og jafnvel í miðri línu og við fáum réttan tvílið, svo- kallaðan tróka (– ˘), eða jafnvel þrílið í stað jamba. Þessi viðsnúningur á tví-lið ásamt beitingu þríliða eru langalgengustu tilbrigði við grunnhrynjandina í stakhendunni í íslenskum þýðingum.12 En þríliðir eru af þrennu tagi – í fyrsta lagi er það réttur þríliður, kallaður daktíli (– ˘ ˘), í öðru lagi öfugur þríliður, kallaður anapesti (˘ ˘ –), og þriðja þríliðaafbrigðið er svo amfí-brakki (˘ – ˘). Auk þess koma líka fyrir tvö áhersluþung atkvæði í röð, kallað spondi (– –), eða tvö áherslulétt atkvæði í röð, kallað pirri (˘ ˘) (samkvæmt Helga Hálfdanarsyni). Vísbendingar í bragarhættinum Sem fyrr segir leggja bæði John Barton og Peter Hall mikla áherslu á að leikhúsfólk lesi textann gaumgæfilega og kynni sér út í hörgul form hans og allar þær ábendingar sem þar er að finna. Báðir hafa þeir skrifað bækur um reynslu sína af því að vinna með verk Shakespeares um margra áratuga skeið og Peter Hall gengur svo langt að kalla eina af sínum bókum Ráð Shakespe- ares til handa leikurunum (Shakespeare’s Advice to the Players). Að sjálfsögðu eru engar endanlegar reglur til um það hvernig leika skuli Shakespeare. Það er engin ein akkúrat rétt leið til að takast á við hann, en möguleikarnir svo sannarlega margir. Leikhúsfólk sem vinnur að sýningum á verkum hans er fyrst og fremst rannsakendur, eins konar leynilöggur, sem spyrja, kanna og prófa. Það þarf að kanna formið sjálft (jafnt stakhendu sem prósa), kynna sér persónurnar, bakgrunn þeirra og innbyrðis sambönd og rannsaka allar kringumstæður, jafnt í sálrænu sem félagslegu tilliti. En hvar og hvernig á leikarinn að finna þessi ráð og vísbendingar í text- anum (hvort sem um er að ræða prósa eða brag)? Við höfum séð hér að framan dæmi um mismunandi fjölda atkvæða og/eða áhersluorða í línu. Við höfum líka séð dæmi um það hvernig aukinn fjöldi áhersluorða (hlið við hlið) getur hjálpað leikaranum undir vissum kringumstæðum. Mikilvægt atriði í könnun textans er að skoða línuna sem einingu, sem heild, því oftar en ekki er eins og hver lína sé sjálfstæð. Þannig fer oft betur á því að doka aðeins við, ekki endilega stoppa, á línuskiptum, því að oft fer línulengd og hugsun saman, eins og t.d. í þessum línum konungsins úr Hamlet: Römm er mín synd, og sendir daun til himins, þunguð af heimsins elztu upphafs-bölvun, bróðurmorð. Allar bænir flýja mig, þó bænaþörfin sé jafn-sár og girndin; hvert áform bugar þessi þunga sök;13 TMM_3_2018.indd 47 24/08/2018 09:04
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.