Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 49
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e
TMM 2018 · 3 49
Stakhenda eða prósi
Stundum notar Shakespeare stakhendu og stundum prósa. Rúmlega tuttugu
og átta prósent textans í leikritum hans er prósi. Það er allnokkuð. En hvar
skiptir á milli prósans og bundna málsins og hvers vegna?
John Barton segir: „Það er ekki óalgengt að það sé jafnmikil ljóðræna og
stundum meiri í prósanum en í sumu af bundna textanum. Og sums staðar er
hrynjandin í prósanum ákveðnari en víða í bundna málinu hjá Shakespeare.
Það er mikilvægt fyrir leikara að gera sér grein fyrir því. Manni gæti dottið í
hug að Shakespeare noti stakhenduna þegar rómantík er á ferðinni og skáld-
legur texti, en prósa fyrir einfalt líf og það hversdagslega. Oft er það þannig.
En ekki alltaf þó. Engar reglur eru þar um, því Shakespeare er margháttaður
og ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér!“17
Peter Hall segir að prósinn eigi sér sitt form og sé hægari en stakhendan.
Hann segir það vera verkefni leikarans að afhjúpa meininguna varlega og
krydda þversagnirnar og útúrsnúningana og andstæðurnar.
Í prósanum höfum við ekki eins margt að styðjast við og í bundna text-
anum. En við getum byrjað á því að kanna hvar áherslurnar liggja og finna
hljómfallið út frá því.
Texti í óbundnu máli getur falið í sér sterkar áherslur, leik með andstæð
orð og orðamyndir og öfluga heildarhrynjandi og allt gefur þetta honum
yfirbragð mikils krafts og glæsileika.
Spurningunni hvers vegna Shakespeare skiptir á milli prósa og bundins
máls og hvar það gerist í textanum er svarað í rannsóknarvinnu æfinga-
ferlisins. Leikarar og leikstjórar geta komist að ýmsu um persónurnar og
innbyrðis sambönd í þeirri könnun.
Af því að engar ákveðnar reglur gilda verður að skoða hvert tilfelli fyrir sig.
Við getum til að mynda sagt að í Kaupmanni í Feneyjum sé stundum skipt á
milli brags og prósa eftir því hvort um rómantík eða raunsæi er að ræða. Og
í Troilus og Kressidu er stundum skipt yfir í prósa þegar grimmur veruleikinn
brýst inn í kringumstæðurnar. En þetta er ekki einhlít viðmiðun. Í öllum til-
fellum verðum við að spyrja: hvers vegna?
Leikandi létt á tungu
Þegar við veltum fyrir okkur hvernig best sé að leika Shakespeare liggur
beinast við að spyrja hann sjálfan. Og hann hefur að sjálfsögðu svar á reiðum
höndum. Hann lætur Hamlet segja leikurunum til áður en þeir flytja leik-
þáttinn um morðið á konunginum:
„Farðu nú með ræðuna eins og ég flutti hana fyrir þig, leikandi létt á tungu; en ef þú
þenur þig á henni, einsog mörgum leikurum er títt, þá væri jafn-gott að kallarinn
segði fram þessar hendingar mínar. Og ekki máttu saga loftið um of með hendinni,
TMM_3_2018.indd 49 23.8.2018 14:19