Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 54
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 54 TMM 2018 · 3 Að lokum Hér að framan hef ég fyrst og fremst sett fram hugleiðingar um formið á leikritum Shakespeares frekar en inntak þeirra. Kannski er það vegna þess að ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að inntakið sé forminu æðra. Að formið komi til sem afleiðing af meiningu og taki mið af henni. En allt er breytingum undirorpið. Með því að skoða betur formið á texta Shakespeares birast nýir fletir. Formið skiptir meira máli en ég hef viljað vera láta. Peter Hall gengur svo langt að segja að fyrst komi formið og síðan tilfinningin. Hvað sem því líður er óhætt að segja að stakhendan sé sá þáttur í leikritum Shakespeares sem mikilvægast er að leikarinn nái tökum á og sem leikarinn þarf að fá hjálp frá! Að leika Shakespeare er einhver besta mögulega þjálfun leikara sem um getur. Ekki er til betri leið til að reyna á vitsmuni hans, líkamlega færni, öndun, rödd, og hæfileika til að halda uppi sambandi við áhorfendur en sú að leika Shakespeare. Shakespeare er eins og ólympískur háskóli í leiklist, segir Peter Hall. Í texta Shakespeares eru ævinlega fólgnir óteljandi möguleikar og oft birtast nýir á hverri æfingu. Þegar við förum að vinna rækilega í textanum komumst við að því að vísbendingarnar þar eru miklu fleiri og rista mun dýpra en blasir við í fyrstu. Og þó að möguleikarnir séu óteljandi og álita- málin mörg getum við aðeins greint hismið frá kjarnanum með því að kafa rækilega ofan í textann og bragarháttinn. Ef við hunsum hinar ýmsu bendingar í textanum er nokkuð ljóst að ætlun Shakespeares fer forgörðum eða verður brengluð. Shakespeare er textinn sem hann reit. Ef við viljum láta hann njóta sannmælis verðum við því að leita að þeim vísbendingum sem hann lætur okkur í té og kanna þær til fulls. Ef leikarinn gerir það kemst hann að því að hann nýtur leiðsagnar höfundarins sjálfs. Slakur hugur er skapandi hugur. Ef leikarar hvíla vel í hlutverkum sínum, ef kringumstæður eru réttar og ef þeir finna orðin fersk um leið og þeir segja þau, þá eru þeir með fast land undir fótum. Hér skiptir sköpum eins og ævinlega að gera orðin að sínum. Gleymum þá ekki þeim tilmælum sem Shakespeare sjálfur leggur í munn Hamlets: hafðu dómgreind sjálfs þín að leiðbeinanda! TMM_3_2018.indd 54 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.