Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 56
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
56 TMM 2018 · 3
Kristín Ómarsdóttir
Ég er höfðinglega venjuleg
Viðtal við Anne Carson skáld
Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á kaffibar í Kaupmannahöfn á sænskt skáld
lesa upp úr þýðingu bókar sem heitir Red Doc> (2013); ég skildi næstum allt
þó ég skilji ekki sænsku. Í október sem leið fór ég í sund. Þegar ég sneri mér
við hjá bakkanum í þriðja sinn stakk manneskja sér ofan í brautina og sagði
hæ. Út synti ég og hugsaði: var þetta íslenskt hæ eða útlenskt? Næst þegar við
mættumst við bakkann spurði ég: ertu skáld? Sundkonan kinkaði kolli. Má
Tímaritið taka við þig viðtal? Viku síðar sátum við við eldhúsborð í kjallara
Gröndalshúss á nýrri lóð þess í Grjótaþorpinu.
Skömmu eftir að viðtalið hófst kom maður hennar Robert Currie úr sím-
anum og settist hjá okkur, úr varð án skipulags að við Currie tókum viðtalið
saman; spurningar hans og athugasemdir eru merktar honum.
Ætti maður að skrifa ástarbréf til guðs, hugsaði ég og las samnefnda ritgerð
Anne Carson um þær Saffó, Marguerite Porete og Simone Weil í bókinni
Decreation (2005), sem samanstendur af ljóðum, ritgerðum og óperu. Þannig
bindur Anne oft bækur sínar. The Beauty of the Husband (2001) er skálduð
ritgerð í tuttugu og níu tangóum og fleyguð brotum úr ljóðum og skrifum
eftir John Keats sem hún tileinkar verkið. Autobiography of Red (1998) er
skáldsaga í bundnu máli en fyrstnefnda bókin [Red Doc>] er framhald
hennar, sögu Rauðs og félaga. Í þessum tveimur verkum vinnur hún með
forngríska goðsögu og færir til nútímans.
Anne nam klassísk fræði og þýðir úr forngrísku og kennir. Þessi bak-
grunnur litar og styrkir frábært ímyndunarafl hennar og grundvallar
kannski frelsi og öryggi verkanna. Að lesa bækur eftir Anne er einsog að
taka örvandi ímyndunaraflslyf um leið og ég sit undir tré og sýp te úr visku-
brunni.
Nú í sumar kom út hjá Tunglforlaginu frumsamin bók og tvítyngd eftir
Anne og myndskreytt af Currie, Vör: Naumt skömmtuð sonnettusyrpa, í
þýðingu Ingibjargar Sigurjónsdóttur. hjónin komu til landsins um Jóns-
messuna af því tilefni, lásu upp og fluttu gjörninga í Hnitbjörgum, Listasafni
Einars Jónssonar, og Mengi við góðan orðstír.
***
TMM_3_2018.indd 56 23.8.2018 14:19