Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 57
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 57
Takk fyrir að koma í viðtal fyrir Tímarit Máls og menningar, kæra Anne
Carson. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað foreldrar þínir
heita, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar
í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp?
Sjáum nú til. Ég fæddist 21. júní 1950 um sumarsólstöður í Torontoborg.
Foreldrar mínir hétu Margaret og Robert. Ég átti einn eldri bróður Michael.
Við ólumst upp í smábæjum í Kanada og fluttum oft.
Hvaðan komu foreldrar þínir?
Þau komu frá Toronto.
Og hvaðan komu foreldrar þeirra?
Líka frá Toronto.
Við hvað starfaði pabbi þinn?
Bankastjóri.
Við hvað starfaði mamma þín?
Hún gerði lífið mögulegt fyrir okkur hin.
Geturðu sagt mér frá umhverfinu – landslaginu – á stöðunum þar sem þú
ólst upp?
Mjög litlir bæir og þorp með lágreistum húsum, venjulega í norðurhluta
Ontario – þar snjóar mikið – hvítt landslag með furutrjám og björnum. Á
sumrin dvöldum við hjá vatni. Í flestum minningunum frá því ég er barn
syndi ég í þessu vatni.
Umkringd trjám?
Já. Currie hefur komið að vatninu. Það er umkringt skógi, kofum og litlum
húsum sem fólkið byggði sér.
Hvenær manstu eftir þér fyrst?
Fyrsta minning mín er draumur sem mig dreymdi þegar ég var um það
bil þriggja ára. Mig dreymdi að ég fór niður – í húsinu þar sem við bjuggum
– og inní stofu og stofan var alveg einsog hún var nema hún var líka breytt.
Hún var einsog herbergi sem hafði misst vitið. Ég gat ekki nefnt eða bent á
breytingarnar en hvert smáatriði hafði breyst þannig að það var ekki lengur
venjulegt. Og þannig var sá draumur.
Þú skrifar um drauminn í lofgjörð þinni til svefns í ritgerðinni Every Exit
is an Entrance sem kom út í Decreation. Ég er mjög hrifin af þeirri bók.
Já, ég líka, já, þar skrifaði ég um drauminn og líkti stofunni við breyttan
hug persónu sem maður hefur þekkt vel og lengi en hugur hennar er ekki
TMM_3_2018.indd 57 23.8.2018 14:19